Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Sylvía Hall skrifar
Lögmaður eiganda flugvélar WOW air, sem kyrrsett er í Keflavík, segir Isavia baka sér hærri skaðabótaskyldu með hverjum degi. Vélinni sé haldið með ólöglegum hætti og Isavia skorti heimildir til að leyfa flugfélaginu að safna tæplega tveggja milljarða króna skuld á níu mánaða tímabili. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að vélin verði látin af hendi.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Við ræðum einnig við forstjóra Icelandair um málið en hann segir að framganga Isavia geti skaðað orðspor Íslands og viðskiptakjör síns félags. Þá verður rætt við slökkvilið um bruna sem kom upp í Dalshrauni í dag þar sem fólk lenti í hættu. Einnig fjöllum við um áætlaðar verðhækkanir verði kjarasamningar samþykktir en verkalýðshreyfingin gagnrýnir það harðlega auk þess sem við verðum í beinni frá rokkhátíðinni Aldrei fór ég Suður.  Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×