Innlent

Bensínverð ekki verið hærra í fjögur og hálft ár: „Það er meiri samkeppni en áður“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað
Runólfur Ólafsson, formaður FÍB, segir fólk geta sparað hátt í sjötíu þúsund á ári með því að velja vel við hverja er verlsað

Bensínverð hefur ekki verið hærra hérlendis frá árinu 2014. Formaður félags íslenskra bifreiðareigenda segir samkeppnina þó orðna meiri. Bílaeigendur geti sparað sér allt að sjötíu þúsund krónur á ári með því að beina viðskiptum að ódýrustu aðilanum.

Í dag er meðalverð á bensíni um 234 krónur lítrinn og eru fjögur og hálft ár síðan verðið var svo hátt.

„Í október 2014 og þá vorum við með lítraverð í kring um svipað og það er núna,“ segir Runólafur Ólafsson, formaður félags íslenskra bifreiðaeigenda. 

Hann segir að á þeim tíma hafi kostnaðurinn á heimsmarkaði fyrir hvern lítra þó verið átta til níu krónum hærri. „Þannig að álagningin er svipuð þannig við erum að sjá að mismunurinn er hækkun skatta á þessu tímabili,“ segir Runólfur. 
Þá sé veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadal og heimsmarkaðsverð á olíu það sem hafi áhrif á þróunina. „Og svo jú álagning olíufélaganna og við búum enn við það að álagning íslensku olíufélaganna er sú hæsta á norðurhjara veraldar,“ segir Runólfur. 

Hæsta bensínverð á landinu í dag er hjá N1, þar sem lítrinn kostar 237 krónur.

„Við erum reyndar að sjá meiri samkeppni sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Til dæmis er lítraverðið hjá Costo 201,9 þannig það er hægt að sækja eldsneyti aðeins yfir lækinn og fá það á betra verði,“ segir Runólfur og bætir við að bensínstöðvar í grennd við Costco bjóði einnig lægra verð. 

„Eins og markaðurinn er núna getur venjulegur bíleigandi eða fjölskylda sparað sér kannski á milli sextíu til sjötíu þúsund krónur fyrir skatt ef fólk hefur tök á því að beina viðskiptum að einum aðila fremur en öðrum,“ segir Runólfur. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.