Fleiri fréttir

Nýr meirihluti í Grindavík

Samkomulag er á milli flokkanna að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.

Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilum

Samningafundum flugvirkja og leikskólakennara var slitið á fimmta tímanum í dag, án árangurs. Vinnustöðvanir eru boðaðar 19. júní næstkomandi.

Fasteignamat hækkar um 7,7%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“

Tölvuleikir sem eru markaðssettir fyrir ungar stúlkur snúast flestir um útlit eða eldamennsku, á meðan leikir fyrir drengi snúast um lestur og þrautalausnir. „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru," segir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Skólastjórar semja

Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan hálf ellefu í morgun.

Ræðismaður mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst

„Ræðismaður okkar fer með þetta mál, hann mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, um Íslendinginn sem er haldið föngum í Tælandi vegna vörslu á fíkniefnum.

Fimm hermenn Nato féllu í Afganistan

Fimm Nato hermenn féllu í Afganistan í gær í suðurhluta landsins. Í tilkynningu frá talsmanni Nato í landinu sem barst í morgun er ekki greint nánar frá málavöxtum og ekki kemur fram hverrar þóðar mennirnir voru. Það sem af er ári hafa 36 Nato hermenn fallið í Afganistan, þar af átta í júnímánuði einum.

Segir ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir

Brynjar Níelsson þingmaður sjálfstæðismanna og lögmaður segir að það sé beinlínis óheimilt að gefa lóðir, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert þegar um trúfélög er að ræða.

Ók á kyrrstæðan bíl á Hellisheiði

Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans, eftir að hann hafði ekið aftan á yfirgefinn bíl sem stóð úti í kanti á þjóðveginum um Hellisheiði undir morgun.

Akurnesingar vilja fá lögreglustjóra á Skagann

Akraneskaupstaðar mótmælir harðlega þeim hugmyndum sem liggja fyrir hjá innanríkisráðuneytinu um staðsetningu höfuðstöðva sýslumanns- og lögreglustjóraembætta á Vesturlandi. Hvorki er gert ráð fyrir að lögreglustjóri né sýslumaður verði staðsettur á Akranesi.

Fjallsárlón ehf. fékk Fjallsárlón

Þrjú fyrirtæki sóttu um leyfi til að nýta landsvæði í Fjallsárlóni. Bæjarráð Hornafjarðar ákvað að veita fyrirtækinu Fjallsárlón ehf. leyfið.

Humar í landvinningum stækkar heimkynni sín

Hafrannsóknastofnun segir áhyggjuefni hversu lítið fékkst af smáum humri í nýafstöðnum árlegum humarleiðangri. æU Útbreiðslusvæði humarsins er hins vegar að stækka.

Segir snúið út úr orðum sínum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík, segir fjölmiðla bera að hluta til ábyrgð á því að umræðan fór úr böndunum.

Segir Íslendinga einstaka

Rússneskur ljósmyndari, sem vinnur nú að því að mynda einn þúsundasta af íbúafjölda Íslands, segir íslensku þjóðina einstaka. Í sumar mun hún ferðast um landið og taka myndir af fólku úr öllum áttum samfélagsins.

Sjá næstu 50 fréttir