Innlent

Nýr meirihluti í Grindavík

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Við undirskrift samningsins í  Miðgarði, félagsmiðstöð eldri borgara í Grindavík.
Við undirskrift samningsins í Miðgarði, félagsmiðstöð eldri borgara í Grindavík. mynd/grindavíkurbær
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Lista Grindvíkinga skrifuðu í morgun undir samstarfssamning um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur.  Flokkarnir stefna að því að endurráða núverandi bæjarstjóra, Róbert Ragnarsson.

Samkomulag er á milli flokkanna að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti Sjálfstæðismanna verður formaður bæjarráðs fyrsta og þriðja ár kjörtímabilsins og Kristín María Birgisdóttir, oddviti Lista Grindvíkinga verður forseti bæjarstjórnar sama tímabil og svo öfugt.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum og fékk Listi Grindavíkur einn mann. Framsóknarflokkur og Samfylking er í minnihluta, Framsókn með tvo menn og Samfylking með einn mann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×