Innlent

Ráðvillt, óörmerkt folald í óskilum í Almannadal

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þórdís deildi þessari mynd á Facebook en hún vill endilega koma folaldinu í réttar hendur.
Þórdís deildi þessari mynd á Facebook en hún vill endilega koma folaldinu í réttar hendur. Þórdís Björk Jónsdóttir
„Það er í góðu yfirlæti inni í hesthúsi,“ segir Þórdís Björk Jónsdóttir, hestakona í Almannadal, en í gærkvöldi kom til hennar lítið ráðvillt folald sem hvorki hún né maður hennar, Runólfur Bjarnason, kunna nokkurn deili á. Hún deildi myndinni sem fylgir með fréttinni á Facebook þar sem hún auglýsir eftir eiganda.

„Það er ekki örmerkt eða neitt. Ég er búin að láta athuga það,“ segir Runólfur í samtali við Vísi. „Þetta er jarpur, vetrargamall hestur.“ Runólfur segir folaldið ekki taugaveiklað eða hrætt þar sem það virðist hafa verið vanið frá hryssunni.

Ef einhver hestaeigandi þarna úti kannast við að hafa týnt folaldi er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við þau skötuhjú en folaldið dvelst í hesthúsinu Almannadal 25. 

Veist þú hver á folaldið? Hægt er að hafa samband við Vísi í netfangið ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×