Hundruð milljarða í uppnámi ef EFTA-dómstóll dæmir verðtryggingu ólögmæta Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2014 18:30 Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda gætu verið í uppnámi verði verðtryggingin dæmd ólögmæt en á morgun verður flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum þar sem tekist verður á um hvort verðtrygging gangi í berhögg við tilskipanir Evrópusambandsins. Hópur íslenskra lögmanna fór til Lúxemborgar á sunnudag vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins 17. desember í fyrra í máli sem eintaklingur höfðaði gegn Landsbankanum vegna verðtryggðs neysluláns. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir dómstólinn eru hvort verðtryggð lán séu í samræmi við tilskipun ESB um neytendalán, jafnvel þótt verðtryggingin styðjist við sett lög Alþingis og hvort verðtryggingin sé í samræmi við tilskipun ESB um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Það væri algjör undanteknin og í raun stórtíðindi ef íslenskir dómstólar myndu ekki dæma í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í málinu. Fari svo að EFTA-dómstóllinn dæmi að ákvæði um verðtrygginguna í íslenskum lögum gangi í berhögg við tilskipanir ESB gæti það haft víðtækar pólitískar- og efnahagslegar afleiðingar hér á landi. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við fulltrúa Seðlabankans um hvaða áhrif það hefði ef verðtryggingin yrði dæmd ólögmæt en bankinn hefur látið vinna sviðsmyndir um vegna málsins sem hafa ekki birst opinberlega. Þau svör fengust að að svo stöddu gætu sérfræðingar bankans ekki veitt álit. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur er sérfræðingur í verðtryggingu. Hann skrifaði m.a. bók um verðtrygginguna ásamt dr. Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi sem ber heitið „Nauðsyn eða val?“Stærsta tjónið væri hjá ÍbúðalánasjóðiHvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það ef EFTA-dómstóllinn og síðar íslenskir dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu að verðtryggingin væri ólögmæt? „Það gæti haft mjög víðtækar afleiðingar en færi eftir því á hvern hátt verðtryggingin væri dæmd ólögmæt og hvernig niðurstaðan yrði túlkuð. Eru þetta t.d. ákveðin atriði í gildandi samningum sem væru dæmd ólögmæt, sem myndi þá ef til vill þýða að neytendur ættu kröfur vegna uppsafnaðra verðbóta á núverandi lánum eða verður alfarið bannað að veita verðtryggð lán til frambúðar, væri þá hægt að útfæra ný lán með nýjum skilmálum sem uppfylla kröfur löggjafans?,“ segir Valdimar. Ef við miðum við lán sem þegar hafa verið veitt er þá ekki ljóst að tján skattgreiðenda vegna Íbúðalánasjóðs gæti hlaupið á hundruðum milljarða króna? „Jú, klárlega. Uppsöfnuð verðbólga frá 2004 nemur tugum prósenta. Hjá Íbúðalánasjóði, sem er stærsti lánveitandi á neytendamarkaði, eru mörg hundruð milljarðar króna af útistandandi lánum. Þannig að tjón ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs gæti orðið umtalsvert,“ segir Valdimar. Hinar pólitísku afleiðingar gætu falist í því að íslenskir stjórnmálamenn sem vilja afnema verðtryggingu gætu vísað á dóm EFTA-dómstólsins, eftir að íslenskir dómstólar hafa dæmt í málinu, eða jafnvel fyrr. Fari svo að Hæstiréttur dæmi á endanum verðtrygginguna ólögmæta þá þarf ekki frekari vitna við og löggjafanum nauðbeygður sá kostur að afnema ákvæði um verðtryggingu í lögum um vexti og verðtryggingu. Rætur hennar í núverandi mynd liggja í Ólafslögum sem lögfest voru árið 1979. Þar var sett almenn heimild til verðtryggingar fjárskuldbindinga, en samkvæmt eldri lögum nr. 71/1966 um verðtryggingu var gert ráð fyrir verulegri takmörkun á notkun verðtryggingarákvæða. Á ekki að hafa áhrif á skuldaleiðréttingu En hefur þetta áhrif á skuldaleiðréttinguna? Hún snerist um að endurgreiða áfallnar verðbætur aftur í tímann, eða leiðrétta svokallaðan „forsendubrest,“ eins og það var kallað. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn spyr.is málið segir: „Hvorki lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána né framkvæmdin á þeim gera ráð fyrir því að menn afsali sér framtíðarrétti til leiðréttinga.“ Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Hundruð milljarða króna eignir Íbúðalánasjóðs og þar með skattgreiðenda gætu verið í uppnámi verði verðtryggingin dæmd ólögmæt en á morgun verður flutt mál fyrir EFTA-dómstólnum þar sem tekist verður á um hvort verðtrygging gangi í berhögg við tilskipanir Evrópusambandsins. Hópur íslenskra lögmanna fór til Lúxemborgar á sunnudag vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins 17. desember í fyrra í máli sem eintaklingur höfðaði gegn Landsbankanum vegna verðtryggðs neysluláns. Meðal spurninga sem lagðar voru fyrir dómstólinn eru hvort verðtryggð lán séu í samræmi við tilskipun ESB um neytendalán, jafnvel þótt verðtryggingin styðjist við sett lög Alþingis og hvort verðtryggingin sé í samræmi við tilskipun ESB um óréttmæta skilmála í neytendasamningum. Það væri algjör undanteknin og í raun stórtíðindi ef íslenskir dómstólar myndu ekki dæma í samræmi við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í málinu. Fari svo að EFTA-dómstóllinn dæmi að ákvæði um verðtrygginguna í íslenskum lögum gangi í berhögg við tilskipanir ESB gæti það haft víðtækar pólitískar- og efnahagslegar afleiðingar hér á landi. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við fulltrúa Seðlabankans um hvaða áhrif það hefði ef verðtryggingin yrði dæmd ólögmæt en bankinn hefur látið vinna sviðsmyndir um vegna málsins sem hafa ekki birst opinberlega. Þau svör fengust að að svo stöddu gætu sérfræðingar bankans ekki veitt álit. Valdimar Ármann hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur er sérfræðingur í verðtryggingu. Hann skrifaði m.a. bók um verðtrygginguna ásamt dr. Ásgeiri Jónssyni hagfræðingi sem ber heitið „Nauðsyn eða val?“Stærsta tjónið væri hjá ÍbúðalánasjóðiHvaða efnahagslegu afleiðingar hefði það ef EFTA-dómstóllinn og síðar íslenskir dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu að verðtryggingin væri ólögmæt? „Það gæti haft mjög víðtækar afleiðingar en færi eftir því á hvern hátt verðtryggingin væri dæmd ólögmæt og hvernig niðurstaðan yrði túlkuð. Eru þetta t.d. ákveðin atriði í gildandi samningum sem væru dæmd ólögmæt, sem myndi þá ef til vill þýða að neytendur ættu kröfur vegna uppsafnaðra verðbóta á núverandi lánum eða verður alfarið bannað að veita verðtryggð lán til frambúðar, væri þá hægt að útfæra ný lán með nýjum skilmálum sem uppfylla kröfur löggjafans?,“ segir Valdimar. Ef við miðum við lán sem þegar hafa verið veitt er þá ekki ljóst að tján skattgreiðenda vegna Íbúðalánasjóðs gæti hlaupið á hundruðum milljarða króna? „Jú, klárlega. Uppsöfnuð verðbólga frá 2004 nemur tugum prósenta. Hjá Íbúðalánasjóði, sem er stærsti lánveitandi á neytendamarkaði, eru mörg hundruð milljarðar króna af útistandandi lánum. Þannig að tjón ríkissjóðs vegna Íbúðalánasjóðs gæti orðið umtalsvert,“ segir Valdimar. Hinar pólitísku afleiðingar gætu falist í því að íslenskir stjórnmálamenn sem vilja afnema verðtryggingu gætu vísað á dóm EFTA-dómstólsins, eftir að íslenskir dómstólar hafa dæmt í málinu, eða jafnvel fyrr. Fari svo að Hæstiréttur dæmi á endanum verðtrygginguna ólögmæta þá þarf ekki frekari vitna við og löggjafanum nauðbeygður sá kostur að afnema ákvæði um verðtryggingu í lögum um vexti og verðtryggingu. Rætur hennar í núverandi mynd liggja í Ólafslögum sem lögfest voru árið 1979. Þar var sett almenn heimild til verðtryggingar fjárskuldbindinga, en samkvæmt eldri lögum nr. 71/1966 um verðtryggingu var gert ráð fyrir verulegri takmörkun á notkun verðtryggingarákvæða. Á ekki að hafa áhrif á skuldaleiðréttingu En hefur þetta áhrif á skuldaleiðréttinguna? Hún snerist um að endurgreiða áfallnar verðbætur aftur í tímann, eða leiðrétta svokallaðan „forsendubrest,“ eins og það var kallað. Í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn spyr.is málið segir: „Hvorki lög um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána né framkvæmdin á þeim gera ráð fyrir því að menn afsali sér framtíðarrétti til leiðréttinga.“
Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Mest seldu bílar í Evrópu í nóvember Bílar Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira