Innlent

Ráðherrar styðja herferð gegn kynferðisofbeldi í stríðsátökum

Randver Kári Randversson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherr, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi, sýndu herferð Hague og Jolie stuðning í dag.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherr, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Stuart Gill, sendiherra Bretlands á Íslandi, sýndu herferð Hague og Jolie stuðning í dag. Vísir/Stefán
Dagana 10.-13. júní fer fram í London alþjóðleg ráðstefna sem markar hápunkt alþjóðlegrar herferðar bandarísku leikkonunnar Angelinu Jolie og Williams Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sem miðar að því að binda endi á beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum.

Um 1200 ráðherrar, embættismenn á sviði her- og dómsmála, og aðgerðasinnar frá um 150 ríkjum koma saman á ráðstefnunni til að ræða aðgerðir sem miða að því að vernda konur, börn og karlmenn frá kynferðislegu ofbeldi í stríðsátökum.

„Það er lygi að nauðganir séu óumflýjanlegur hluti af stríðsátökum. Nauðganir eru vopn sem beint er að saklausum borgurum og notað er til að pynta og niðurlægja fólk, oft mjög ung börn. Við, sem  alþjóðasamfélag berum ábyrgð á því,“ sagði Angelina Jolie við opnun ráðstefnunnar í London í dag.

Á upphafsdegi ráðstefnunnar fékk breska sendiráðið í Reykjavík til sín fjölda gesta til að sýna í verki stuðning sinn við málstaðinn. Þar á meðal voru forsætisráðherra og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar.

Í tilefni af ráðstefnunni ritar breski sendiherrann, Stuart Gill, aðsenda grein í Fréttablaðið.

Herferðin hófst árið 2012 og hafa nú um 150 ríki skrifað undir yfirlýsingu um að gerendur verði sóttir til saka og að öryggi fórnarlamba verði tryggt.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, skrifar undir stuðning við herferð um að binda endi á kynferðisofbeldi í stríðsátökum.Vísir/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×