Innlent

Bruni í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/Haraldur
Eldur kom upp í ruslageymslu í Sléttuhrauni 32 í Hafnarfirði upp úr klukkan 19 í gærkvöldi.

Eldurinn átti upptök sín í ruslatunnu sem nú er gjörónýt og eru töluverðar sótskemmdir á veggjum geymslunnar.

Lögreglan segir að engin leið sé að sjá hvernig eða út frá hverju eldurinn kviknaði. 

Stigagangurinn hafi verið reykræstur „og málið dautt,“ eins og lögreglan komst að orði.

Engir eftirmálar hafi verið af brunanum og engir „villingar“ liggja undir grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×