Fleiri fréttir

Lögreglan lýsir eftir Agnesi Helgu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Agnesi Helgu Sigurpálsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Hafnarfirði í gær klukkan 16:00.

Salmann kærir líflátshótanir

Salmann Tamimi trúarleiðtogi múslima á Íslandi hefur lagt fram kæri til lögreglunnar vegna ummæla við frétt Vísis um byggingu mosku.

Ágreiningsmál koma upp í fjölmenningarsamfélögum

Eygló Harðardóttir sagði fjölmiðla þurfa að axla ábyrgð, þegar fjallað væri um aðra menningarheima: „Sú sýn til dæmis sem við erum að sjá á aðra menningarheima getur verið ansi neikvæð.“

Beiðni um endurtalningu atkvæða hafnað

Fulltrúi kjörstjórnar hefur tilkynnt Pírötum að hægt verði að senda beiðni um endurtalningu atkvæða Samfylkingar og Pírata, en að kjörstjórnin muni ekki samþykkja algjöra endurtalningu.

Spá 20 stiga hita

Sól og blíða eru framundan, einkum inn til landsins, og stefnir í hlýja hvítasunnuhelgi og kjöraðstæður fyrir tjaldútilegu, samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar.

Sækja nýliðafundi í ráðhúsinu

Nýkjörnir borgarfulltrúar og varamenn hafa verið boðaðir á eins konar nýliðafund í ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Þar verður starfsemin kynnt fyrir þeim.

Hægt að flytja tréð en árangur óviss

Garðyrkjustjóri segir tæknilega hægt að flytja silfurreyninn við Grettisgötu 17 sem fyrirhugað er að víki vegna hótelbyggingar. Best væri að tréð fengi að standa þar sem það er. Álmi við Aðalstræti var bjargað þegar byggt var hótel þar.

Borgarstjórn Reykjavíkur kveður

Síðasti borgarstjórnarfundur fyrir meirihlutaskipti fór fram í Ráðhúsinu í gær. Ljósmyndari Vísis var á staðnum og fangaði andrúmsloftið.

Leki kom að fiskibáti við Rif

Leki kom að litlum fiskibáti, þegar hann var staddur skammt utan við Rif á Snæfellsnesi í gærkvöldi. Þar sem sjór hafði komist í vélarrúm bátsins þannig að hætt var við að það dræpist á vélinni, kölluðu bátsverjar eftir aðstoð.

Slökkviliðið á Patró kallað út þegar peningaflutningataska sprakk

Slökkviliðið á Patreksfirði var kallað út á tíunda tímanum í gærkvköldi eftir að reyk tók að leggja frá Landsbankanum þar í bæ. Slökkvilið í nágrannabæjum voru líka ræst út en brátt kom í ljós að reykurinn stafaði frá hylki í peningaflutningatösku, sem hafði sprungið og gefið frá sér blek og reyk, en engin eldur hafði kviknað.

Fólk liggur á gluggum hjá Önnu

Anna Gunnarsdóttir setur sinn svip á Drangsnes með fagurlega skreyttum garði við heimili sitt í þorpinu. Margir staldra við í brekkunni í Holtagötu til að virða munina fyrir sér. Anna segir suma leggjast á gluggana og jafnvel ganga í bæinn.

Pósthússtræti lokað á laugardag

Það styttist í að farið verði að loka götum í miðborg Reykjavíkur fyrir akandi umferð líkt og gert hefur verið undanfarin sumur.

Gjaldtöku frestað í Reykjahlíð

Gjaldtaka Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf. átti að hefjast þann 1. júní síðastliðinn á þremur stöðum í landi Reykjahlíðar. Hins vegar bólar ekkert á gjaldtöku á svæðinu.

Ísland mannar stöðu hjá NATO vegna Krímskaga

Mikil áhersla er lögð á að öll aðildarríki NATO leggi í púkkið í viðbrögðum vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu. Einn fyrir alla og allir fyrir einn, segir framkvæmdastjóri bandalagsins. Varnarmálaráðherrar ræða langtímaáhrif krísunnar í Úkraínu.

Ísgöng í Langjökli opnuð á næsta ári

Unnið er að gerð ísganga í Langjökli sem verða þau stærstu í Evrópu. Stefnt er að opnun næsta vor og í göngunum fá ferðamenn fágæta innsýn í gerð og þróun jökla.

Verkfall náttúrufræðinga ólöglegt

Verkfall náttúrufræðinga á Landspítalanum hefur verið úrskurðað ólöglegt af Félagsdómi og mun því ekki verða af því á morgun.

Ræddi tvíhliða samvinnu við Pólverja

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti í dag fund með Elzbieta Bienkowska, aðstoðarforsætisráðherra Póllands, sem er einnig ráðherra innviða og þróunar.

Ghasem ekki sendur úr landi

"Ghasem fær sennilega fundarboðun bráðlega. Þessir hlutir taka samt alltaf tíma. Þarna fær hann smá vonarglætu, en það er ekki verið að vinna með fólki til að létta á einhverri sálfræðilegri pressu. Þvert á móti.“

Sjá næstu 50 fréttir