Innlent

Íbúar í Árborg vilja sameinast öðru sveitarfélagi

Bjarki Ármannsson skrifar
Alls tóku þátt í könnuninni 68,8 prósent þeirra sem mættu á kjörstað.
Alls tóku þátt í könnuninni 68,8 prósent þeirra sem mættu á kjörstað. Vísir/Pjetur
Meirihluti íbúa sveitarfélagsins Árborgar vill að skoðaður verði möguleiki á að sameinast öðrum sveitarfélögum, ef marka má skoðanakönnun sem unnin var samhliða sveitarstjórnarkosningum um helgina.

Niðurstöðurnar voru kynntar í gær en af þeim 2.870 sem tóku þátt í könnuninni sögðust 782 ekki vilja að sameining við önnur sveitarfélög yrði skoðuð. 1.311 sögðust vilja að skoðaður yrði sá möguleiki að sveitarfélögin í Árnessýslu sameinist í eitt.

Þá sögðu 765 að skoða ætti hvort Árborg gæti sameinast einu eða fleirum af sjö sveitarfélögum sem nefnd voru. Þar völdu flestir Flóahrepp, bæði ef litið er til þeirra sem völdu aðeins eitt sveitarfélag og þeirra sem völdu fleiri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×