Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2025 17:17 Stefán Blackburn er einn þeirra sem ákærður er í málinu. Vísir/Anton Brink Læknir hjá minnismóttöku Landspítalans segir Hjörleif Hauk Guðmundsson, manninn sem lét lífið í Gufunesmálinu svokallaða, hafa glímt við veikindi í aðdraganda andlátsins. Þetta kom fram í framburði læknisins sem gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þessi læknir sem mun hafa hitt Hjörleif nokkrum sinnum á síðustu árum, síðast um mánuði fyrir andlát hans, sagði Hjörleif hafa verið greindan með dæmigerða framheilabilun, sem sé nokkuð sjaldgæfur sjúkdómur. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu, þar af þrír fyrir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Þessum þremenningunum er gefið að sök að hafa numið Hjörleif, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Hjörleifur fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Fólk gæti haldið að um geðsjúkdóm væri að ræða Fyrir dómi sagði umræddur læknir að einkenni Hjörleifs hefðu færst í aukana á síðustu árum. Hann sagði að einkenni sjúkdómsins væru sérstök fyrir þær sakir að utanaðkomandi einstaklingur myndi ekki endilega gruna að viðkomandi væri með heilabilun, hann myndi jafnvel halda að um alvarlegan geðsjúkdóm væri að ræða. Einkenni Hjörleifs hafi til að mynda verið persónuleikabreytingar og hömluleysi. Jafnframt hafi hann sýnt af sér sinnu- og framtaksleysi. Þá er Hjörleifur sagður alltaf hafa verið skapstór, en vegna sjúkdómsins hafi þráðurinn verið styttri en áður. Læknirinn sagði að Hjörleifur hafi, síðast þegar þau hittust, verið óviðeigandi við sig en ekki ógnandi. Auðvelt að teyma út í vitleysu Hann hafi verið farinn að leita að kynferðislegu efni á netinu og átt í samskiptum við aðrar konur, sem hafi sært eiginkonu hans. Um var að ræða hegðun sem hann hafði ekki sýnt áður. Þess má geta að sakborningarnir hafa borið um að hafa tælt Hjörleif upp í bíl með sér í svokallaðri tálbeituaðgerð þar sem þeir hafi þóst vera stúlka undir lögaldri að falast eftir einhverju kynferðislegu. Ekkja hans hafnar því. Hún telur að hann hafi verið að leitast eftir samskiptum við aðra konu þetta kvöld. Læknirinn var spurður hvort veikindi Hjörleifs hefðu verið þess eðlis að auðvelt að teyma hann út í aðstæður sem réði ekki við, eða áttaði sig ekki á. Hann hefði getað verið áhrifagjarn og mögulega auðvelt að villa á sér heimildir og leiða hann út í einhverja vitleysu.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira