Fleiri fréttir

Spá stormi fyrir vestan

Veðurstofan spáir stormi á miðvikudag og aðfararnótt fimmtudags á Vestfjörðum ásamt því sem hvasst verði um land allt.

Rjúpnaveiðitímabil næstu þriggja ára ákveðin

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út fyrirkomulag rjúpnaveiða til næstu þriggja ára, eða til ársins 2015. Öll árin eru veiðar leyfilegar um fjórar þriggja daga helgar.

Einar Örn og Björn Blöndal í Kína

Einar Örn Benediktsson og Björn Blöndal, eru nú staddir, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, úti í Kína á mikilli ráðstefnu sem haldin er í Beijing.

Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar

"Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun.

Vélarvana bátur í Önundarfirði

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var kallað út í nótt vegna vélarvana báts en um bilun í stýrisbúnaði mun hafa verið að ræða.

Lýst eftir fimmtugri konu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir leita að konu sem ekkert hefur sést til né heyrst frá, síðan klukkan 17:30 í gær.

Besti flokkurinn byggir upp spennu

Þrátt fyrir blússandi byr í skoðanakönnunum fæst ekki uppgefið hvort Besti flokkurinn fari fram í næstu borgarstjórnarkosningum.

Ómar Ragnarsson handtekinn

"Ég sat bara þarna og hreyfði mig ekki neitt, en núna er ég í lögreglubíl á leið í steininn,“ segir Ómar Ragnarsson náttúruvinur, sem var handtekinn rétt í þessu þar sem hann var viðstaddur mótmælin í Gálgahrauni.

Menn eru að gera sig "eldklára“

Íslensk kona sem býr við skógareldasvæðið í Ástralíu segir fólk auðvitað vera hrætt og þeir sem búa í úthverfum séu virkilega smeykir við að missa allt sitt.

Harmar að lögreglan standi með lögbrjótum

"Ég var handtekinn fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu og ég er núna í fangaklefa, eða einskonar biðklefa þar sem ég bíð eftir lögreglunni og lögfræðinginum mínum,“ segir Gunnsteinn Ólafsson sem var handtekinn í morgun þar sem hann var við mótmæli í Gálgahrauni.

Meirihluti ungs fólks íhugað að flytja til útlanda

Meirihluti ungs fólks undir þrítugu hefur hugsað um að flytja til útlanda á síðustu mánuðum samkvæmt skoðanakönnun MMR. Alls sögðust 56 prósent fólks í aldurshópinum 18 til 29 ára hafa íhugað að flytja frá Íslandi.

Hundruðum hefur verið hjálpað úr ánauð

Rauði krossinn á Íslandi hefur með stuðningi utanríkisráðuneytisins styrkt baráttu gegn þrælahaldi í Hvíta-Rússlandi með fjárhagsaðstoð og ráðgjöf undanfarin þrjú ár. Talið er að fórnarlömb mansals þar séu nú yfir 1.000 á ári.

Í minningu um Árna Vilhjálmsson

Brjóstmynd af Árna heitnum Vilhjálmssyni, prófessor og fyrrverandi stjórnarformanni HB Granda, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Odda í byrjun vikunnar

Tjaldanesið dregið til Flateyrar

Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er nú að draga fiskiskipið Tjaldanes GK til Flateyrar, eftir að vélarblinu varð í skipinu upp úr miðnætti og allt rafmagn sló út.

Tekinn á 170 í Árnessýslu

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ökumann í Hveradalabrekkunum laust fyrir miðnætti eftir að bíll hans hafði mælst á tæplega 170 kílómetra hraða, en þrír farþegar voru í bílnum auk ökumanns.

Síldin mögulega komin í Kolgrafafjörð

Síld virðist vera farin að leita inn á Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi og hafa háhyrningar sést þar á ferð innan við brúnna, sem er á þverun fjarðarins.

Þarf að bæta ímynd ÖBÍ segir formaður

Ellen J. Calmon, nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, vill þétta hóp aðildarfélaga bandalagsins og breyta baráttuaðferðum. Nærri 9% þjóðarinnar tilheyra bandalaginu og huga þarf að því hve stóran og ólíkan hóp er um að ræða.

Þungar skattaálögur vinna gegn jarðstrengjavæðingu

Skattaálögur stjórnvalda eru ein af ástæðum þess að jarðstrengir eru vart raunhæfur kostur til uppbyggingar flutningskerfis raforku, segir forstjóri Landsnets. Kostnaðarmunur á loftlínu og jarðstreng erlendis er lítill.

Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina

"Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu.

Rándýrum reiðtygjum stolið

Brotist var inn í hesthús við Mánagrund á fimmtudag og stolið þremur hnökkum og 20 beislum, þar af þremur mjög dýrum.

Með þrjú kíló af amfetamíni

Tæplega þrítugur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann kom til landsins frá Brussel 22. september síðastliðinn og tæp þrjú kíló af amfetamíni fundust vandlega falin í farangri hans.

Neyðarblysi skotið á loft við Reykjavík

Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin Ársæll voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á lofti utan við Reykjavík.

Árni Páll: „Uppörvandi og mikil hvatning“

„Þetta er uppörvandi og mikil hvatning,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætir við sig fylgi frá kosningum í vor og mælist nú með 19,7% fylgi samkvæmt könnun félagsvísindadeildar Háskóla Íslands.

Sirkuskrakkar leika listir sínar

Það er ekki daglegt brauð að sjá krakka ganga á stultum, jöggla hringjum og halda fjöðrum á lofti á nefinu á sér, en það er einmitt það sem við gerðum í dag. Hrund Þórsdóttir heimsótti Æskusirkusinn.

Besti flokkurinn með 37% fylgi

Besti flokkurinn er stærstur stjórnmálaflokka í Reykjavík ef marka má könnun sem Capacent framkvæmdi nýverið. Besti flokkurinn er með 37% fylgi í könnuninni og fær sjö borgarfulltrúa

Kjarreldar í Ástralíu: "Fólk er hrætt"

Óttast er að kjarreldar í Nýju Suður- Wales í Ástralíu færist í aukana á næstu dögum en hundruð heimila hafa þegar brunnið til grunna. Fólk er óttaslegið, segir íslensk kona sem þar býr.

"Þrælkun er til staðar á Íslandi"

Dæmi eru um þrælkun á Íslandi í dag, samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands tekur undir þetta og þekkir til margra mála af því tagi.

Brynjar segir málflutning Margrétar ekki boðlegan

"Mikið er aumt að sjá fólk gera lítið úr hæfni ráðherra með niðurlægjandi hætti. Það var lenska þegar fyrrverandi forsætisráðherra átti í hlut og nú skal það vera utanríkisríkisráðherra,“ skrifar Brynjar Níelsson.

Sjá næstu 50 fréttir