Myndband af handtöku Ómars Ragnarssonar Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 13:48 „Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Í hnotskurn er málið þannig að það er siðlaust að á meðan að málið er enn rekið fyrir Hæstarétti að fara í þessa framkvæmd,“ segir Ómar Ragnarsson, náttúruvinur sem er laus úr haldi, en hann var handtekinn í morgun þar sem hann var að mótmæla við Gálgahraun. Ómar er mættur aftur uppeftir. „Siðferðið hjá þessum mönnum er virkilega þannig að þeir ætla að eyðileggja eins mikið og þeir geta. Þetta er eins og leifturstríð, þar sem þeir ana áfram og gefa ekki gaum af því sem er löglegt,“ segir Ómar. Ómar segir að með þessu áframhaldi, verði þeir búnir að eyðileggja málið fyrir Hæstarétti, með óafturkræfum umhverfisspjöllum. Ómar segist ekki viss hvort hann ætli að setjast fyrir vélarnar aftur, hann ætli að sjá til og hann spili þetta bara af fingrum fram. Að sögn Ómars er þetta í fyrsta skipti sem hann er handtekinn. „Lögreglan kom hérna um daginn og bað okkur að færa okkur en við urðum ekki við því þá. Þá gerðist ekkert. En núna tóku þeir mig bara, báru mig burtu og ég veitti enga mótspyrnu.“Hann gefur ekki mikið fyrir útskýringar Vegagerðarinnar um að fólkið sem hafi keypt sér hús í Prýðishverfinu hafi gert það vegna hugsanlegrar lagningar vegarins. Hann bendir á að það fólk eigi að eiga það við bæjarstjórnina í Garðabæ, sem tími ekki að borga þessu fólki skaðabætur, fyrir sín eigin mistök. „Hann segir að vel sé hægt að laga þennan veg eins og hann er núna, fyrir brotabrot af þeim tveimur milljörðum sem eigi annars að fara í lagningu nýs vegar. „Það eru um 50 til 60 manns hér uppfrá núna ef ekki fleiri og fólki fer fjölgandi,“ segir Ómar. Myndatökumaður stöðvar 2, Sigurjón Ólafsson og fréttakona stöðvar 2, Elísabet Hall hafa verið á staðnum. Í kvöldfréttum stöðvar 2 verða sýndar ótrúlegar myndir frá mótmælunum og handtökunum.Ómar Ragnarsson fór aftur í Gálgahraun eftir að honum var sleppt. mynd/GVA
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira