Innlent

Neyðarblysi skotið á loft við Reykjavík

Mynd/Vilhelm
Hjálparsveit skáta í Kópavogi og Björgunarsveitin Ársæll voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um neyðarblys á lofti utan við Reykjavík. Tilkynnandi hringdi í Neyðarlínu og sagðist hafa séð blysið frá Seltjarnarnesi í átt að Bessastöðum.

Tveir bátar frá björgunarsveitunum eru nú við leit við Löngusker og mynni Skerjafjarðar. Skilyrði eru góð til leitar, veður ágætt og sléttur sjór. Ef engin ummerki um sæfarendur í neyð finnast verður leit líklegast lokið fyrir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×