Innlent

Nýr línuhraðall til krabbameinslækninga kominn á Landspítalann

Heimir Már Pétursson skrifar
Nýr línuhraðall fyrir geislameðferðardeild Landspítalans var hífður í gegnum op á þaki spítalans í dag ásamt fylgihlutum.

Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að þyngsti hluti hans vegi um 4,5 tonn og fenginn hafi verið öflugur krani til að hífa hann niður þak K-byggingar spítalans og eftir að inn var komið hafi hann verið dreginn eftir göngum í það herbergi þar sem hann verður notaður í framtíðinni. Ýmsar breytingar hafi þurft að gera á húsnæðinu til að koma honum fyrir.

Nú taki við uppsetning á tækjabúnaðinum og endanlegur frágangur á húsnæðinu. Þess sé vænst að línuhraðallinn verði kominn í notkun um miðjan desember en fjölmargir hafi lagt kaupum  á tækinu lið með peningagjöfum og standi söfnunin reyndar enn yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×