Innlent

Besti flokkurinn með 37% fylgi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Besti flokkurinn bætir við sig manni samkvæmt könnun Capacent.
Besti flokkurinn bætir við sig manni samkvæmt könnun Capacent. Mynd/Vilhelm
Besti flokkurinn er stærstur stjórnmálaflokka í Reykjavík ef marka má könnun sem Capacent framkvæmdi nýverið. Besti flokkurinn er með 37% fylgi í könnuninni og fær sjö borgarfulltrúa. Rúv greinir frá þessu.

Capacent kannaði fylgi við flokka í Reykjavík dagana 12. september til 13. október. Besti flokkurinn myndi bæta við sig einum borgarfulltrúa samkvæmt könnuninni og fá sjö borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fær 31% atkvæða, Samfylkingin 15%, Vinstri hreyfingin - grænt framboð 10% og Framsókn 4%.

Yrðu þetta úrslit kosninga í komandi sveitarstjórnarkosningum þá fengi Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Samfylkingin tvo og Vinstri græni einn. Framsóknaflokkurinn næði ekki inn manni. Sveitastjórnarkosningar fara fram 31. maí 2014. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar heldur miðað við könnun Capacent.

2.126 Reykvíkingar voru í úrtaki könnunarinnar og var svarhlutfallið 60,3%. 14% þáttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til flokka eða neituðu að svara en 7% myndu skila auðu.

Könnun Capacent á fylgi flokka í Reykjavík:

Besti flokkurinn: 37%

Sjálfstæðisflokkurinn: 31%

Samfylkingin: 15%

Vinstri hreyfingin - grænt framboð: 10%

Framsóknarflokkurinn: 4%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×