Innlent

Með þrjú kíló af amfetamíni

Stígur Helgason skrifar
Þrjú kíló af amfetamíni fundust í farangri mannsins.
Þrjú kíló af amfetamíni fundust í farangri mannsins.
Tæplega þrítugur maður hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann kom til landsins frá Brussel 22. september síðastliðinn og tæp þrjú kíló af amfetamíni fundust vandlega falin í farangri hans.

Maðurinn er lettneskur ríkisborgari og var stöðvaður við hefðbundið tolleftirlit. Fleiri hafa ekki verið handteknir vegna málsins og ekki liggur fyrir hvort maðurinn hefur komið áður til Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×