Innlent

Vélarvana bátur í Önundarfirði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Báturinn í mynni Önundarfjarðar.
Báturinn í mynni Önundarfjarðar. Mynd/Róbert Reynisson
Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var kallað út í nótt vegna vélarvana báts út af Önundarfirði. Um bilun í stýrisbúnaði mun hafa verið að ræða. Báturinn, Njarðvík GK, er um 200 tonn og voru 10 manns um borð. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði fór á staðinn og tók bátinn í tog. Ferðin gekk ágætlega og kom til hafnar í Flateyri í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×