Innlent

Einar Örn og Björn Blöndal í Kína

Jakob Bjarnar skrifar
Gömlu pönkararnir úr Ham og Purrki Pillnikk láta vel af sér í Kína.
Gömlu pönkararnir úr Ham og Purrki Pillnikk láta vel af sér í Kína.
Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins og hinn pólitíski ráðgjafi borgarstjóra, Björn Blöndal, eru staddir úti í Kína. Þar eru þeir staddir á mikilli ráðstefnu, sem er á vegum UNESCO sem haldin er í Beijing og fjallar um skapandi borgir.

Ráðstefnan stendur yfir í fjóra daga og lætur Björn vel að veru þeirra félaga í Beijing. Hann segir erfitt á þessu stigi að sjá hvað muni koma út úr ráðstefnunni, ef eitthvað en fulltrúar Reykjavíkur eru þarna þar sem höfðuðborg Íslands er bókmenntahöfuðborg. En, þeir félagar fagna sem sagt góðu gengi Besta flokksins í Kína nú um stundir. Og láta ekkert uppi um fyrirætlanir leiðtoga síns, Jóns Gnarrs borgarstjóra.

Á heimasíðu sem stofnuð er um þessa miklu ráðstefnu er talað um að stefnt sé að því að þátttakendur muni eftir hana tileinka sér Beijing-hugsunarhátt og mega því Reykvíkingar, þess vegna, búast við kínverskum áherslum við stjórnun borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×