Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 15:05 „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín . Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira
„Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín .
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Sjá meira