Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 15:05 „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín . Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín .
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira