Krabbameinssjúklingar bíða vikum saman eftir fyrsta viðtali hjá lækni Haraldur Guðmundsson skrifar 21. október 2013 05:45 Á lyflækningadeild krabbameina sinna fjórir læknar starfi sem átta sinntu áður segir Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. „Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
„Ástandið á spítalanum hefur ekki verið jafn alvarlegt síðustu fjóra áratugi,“ segir Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir og prófessor í skurðlækningum á Landspítalanum. Tómas og þrjátíu aðrir læknar úr prófessoraráði Landspítalans skrifa í dag grein í Fréttablaðið þar sem þeir greina frá þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin á ýmsum lykildeildum spítalans og rekja hana til fjárskorts. Þar lýsa læknarnir meðal annars mikilli manneklu á lyflækningasviði spítalans. „Ástandið á lyflækningadeild krabbameina er til dæmis grafalvarlegt því þar sinna einungis fjórir læknar störfum sem átta sinntu áður. Einum af þessum fjórum læknum hefur borist atvinnutilboð frá Bandaríkjunum og læknirinn er nú að íhuga sína stöðu,“ segir Tómas. Hann nefnir einnig að bið eftir fyrsta viðtali við krabbameinslækni geti nú verið allt að þrjár til fjórar vikur. „Þetta er sú staða sem krabbameinssjúklingar á Íslandi þurfa nú að búa við og núverandi ástand er ekki til þess fallið að slá á þann kvíða sem fylgir því að greinast með illkynja sjúkdóm,“ segir Tómas. Í grein læknanna er einnig sagt frá því að hluti tækjabúnaður spítalans sé orðinn úreltur og að starfsmenn hans hafi í sparnaðarskyni þurft að kaupa varahluti í gömul tæki á netinu. „Við höfum algjörlega vanrækt þennan hluta starfseminnar og sum bráðnauðsynleg tæki eru einfaldlega ekki til á spítalanum. Önnur eru úrelt og síbilandi,“ segir Tómas og nefnir sem dæmi að æðaþræðingartæki spítalans sé orðið fjórtan ára gamalt. „Með þessum skrifum okkar viljum við á engan hátt vekja ótta hjá sjúklingum. Við erum aftur á móti komnir að þeim tímapunkti að þurfa að greina frá stöðunni eins og hún raunverulega er því stjórnmálamenn virðast ekki trúa því að ástandið sé svona,“ segir Tómas.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent