Innlent

Brynjar segir málflutning Margrétar ekki boðlegan

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Vilhelm
„Mikið er aumt að sjá fólk gera lítið úr hæfni ráðherra með niðurlægjandi hætti. Það var lenska þegar fyrrverandi forsætisráðherra átti í hlut og nú skal það vera utanríkisríkisráðherra. Það er sérstaklega aumt þegar fyrrverandi þingmenn láta þetta eftir sér,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bloggsíðu sína.

Hann vísar þar í gagnrýni Magrétar Tryggvadóttur á Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. Margrét sagði að Gunnar Bragi væri glataður utanríkisráðherra. Brynjar segir að að gagnrýni Margrétar sé ekki málefnalega.

„Svona málflutningur er ekki boðlegur hjá fólki sem trúir að það sé lýðræðislegra en aðrir og talar sífellt um réttlæti og sanngirni,“ skrifar Brynjar.


Tengdar fréttir

Utanríkisráðherra fær það óþvegið

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er ekki hátt skrifaður í bókum Margrétar Tryggvadóttir, fyrrverandi alþingiskonu, sem sendir honum kaldar kveðjur í nýjum pistli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×