Innlent

Eiturlyfjabarón skotinn til bana af manni í trúðabúning

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Getty Images
Eiturlyfjabarón í Mexíkó var skotinn til bana í barnaveislu af manni sem klæddur var í trúðabúning og sá um að skemmta börnum. Árasarmaðurinn flúði svo af vettvangi og hefur ekkert spurst til hans.

Francisco Rafael Arellano Félix heitir maðurinn sem var skotinn til bana. Hann var 63 ára gamall og umsvifamikill í eiturlyfjaheiminum í Mexíkó. Hann ásamt systkinum sínum leiddi eina stærstu eiturlyfjaklíku Mexíkó. Hann var skotinn í bringu og höfuð og lést samstundis.

Arellano Félix fjölskyldan hefur lengi verið umsvifamikil í eiturlyfjaheiminum í Mexíkó. Kvikmyndin Traffic eftir leikstjórann Steven Soderbergh, sem tilnefnd var til Óskarsverðlaunanna árið 2000, er byggð á atburðum sem tengja má smygli á eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna sem Arellano Félix fjölskyldan hefur verið stórtæk á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×