Innlent

Tekinn á 170 í Árnessýslu

Lögreglan í Árnessýslu stöðvaði ökumann í Hveradalabrekkunum laust fyrir miðnætti eftir að bíll hans hafði mælst á tæplega 170 kílómetra hraða, en þrír farþegar voru í bílnum auk ökumanns.

Strax blasti við að hann fengi 150 þúsund króna sekt og yrði sviftur ökuréttindum á staðnum til þriggja mánaða, en við skýrslutöku vöknuðu grunnsemdir um að hann væri líka undir áhrifum fíkniefna, sem þvagprufa staðfesti, þannig að próflausu mánuðirnir verða eitthvað fleiri en þrír.

Annar var stöðvaður á svipuðum slóðum á svipuðum tíma eftir að hafa mælst á 130 kílómetra hraða við framúrakstur þar sem hann er bannaður með óbrotinni línu á veginum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×