Innlent

Árni Páll: „Uppörvandi og mikil hvatning“

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Pjetur
„Þetta er uppörvandi og mikil hvatning,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætir við sig fylgi frá kosningum í vor og mælist nú með 19,7% fylgi samkvæmt könnun félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Samfylkinginn fékk 12,9% fylgi í kosningum í vor og hefur því bætt við sig verulegu fylgi.

„Ég finn fyrir miklum vonbrigðum hjá almenningi með getuleysi ríkisstjórnarinnar og dapurlegar áherslur í nýju fjárlagafrumvarpi. Við í Samfylkingunni höfum talað fyrir skynsömum lausnum og teljum að okkar boðskapur í velferðar- og efnahagsmálum eigi fullt erindi til fólks,“ segir Árni Páll. Eflir þessi könnun stöðu hans sem formanns?

„Þetta snýst ekki um mig. Það sem skiptir mestu máli er að koma sjónarmiðum flokksins á framfæri og það er yndilegt þegar fólk tengir við þau. Svona kannanir eru stöðug áminning og vísbending um stöðu mála. Það á enginn neitt fylgi í stjórnmálum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×