Innlent

Í minningu um Árna Vilhjálmsson

Brjóstmyndin er af Árna heitnum Vilhjálmssyni, prófessor og fyrrverandi stjórnarformanni HB Granda.
Brjóstmyndin er af Árna heitnum Vilhjálmssyni, prófessor og fyrrverandi stjórnarformanni HB Granda. Mynd / Heiða Helgadóttir
Brjóstmynd af Árna heitnum Vilhjálmssyni, prófessor og fyrrverandi stjórnarformanni HB Granda, var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Odda í byrjun vikunnar. Það var Ingibjörg Björnsdóttir, ekkja Árna, sem afhjúpaði brjóstmyndina en hún er eftir Gerði Gunnarsdóttur myndhöggvara.

Afhjúpun brjóstmyndarinnar fór fram í tengslum við fjölsótt málþing, sem haldið var til minningar um Árna, í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Brjóstmyndin var gjöf Hvals hf. til HÍ en Árni heitinn var stjórnarformaður þess félags um árabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×