Innlent

Lýst eftir fimmtugri konu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan og björgunarsveitir leita að fimmtugri konu sem ekkert hefur sést til síðan í gærdag.
Lögreglan og björgunarsveitir leita að fimmtugri konu sem ekkert hefur sést til síðan í gærdag. mynd/365
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir leita að konu sem ekkert hefur sést til né heyrst frá, síðan klukkan 17:30 í gær.

Konan heitir Jian Wang og er af kínverskum uppruna. Hún er fædd árið 1963 og því fimmtug að aldri. Síðast þegar sást til hennar var hún klædd í svartar buxur og rauðan vindjakka. Hún er 1,67 cm á hæð með dökkt axlarsítt hár.

Konan fór í göngutúr af heimili sínu í Laugardalnum og eiginmaður hennar heyrði í henni í síma klukkan 17:30 og þá var hún á gangi ekki langt frá.

Gunnar Hilmarsson lögreglumaður segir að öll borgin sé undir, þau hafi ekki enn fundið neinn ákveðinn punkt til þess að leita eftir.

Hann biður alla sem geta gefið vísbendingar um ferðir konunnar að hafa samband við lögreglu í síma: 444-1000.

Uppfært klukkan 15:20: Lögreglan sendi frá sér tilkynningu nú rétt í þessu um að konan sé fundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×