Innlent

Á annað hundrað á útkallslista Hraunavina

Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni til að koma í veg fyrir lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun.
Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni til að koma í veg fyrir lagningu Álftanesvegar um Gálgahraun. Fréttablaðið /GVA
„Hraunavinir ætla að halda áfram varðstöðu í Gálgahrauni,“ segir Skúli Bjarnason, lögmaður náttúrverndarsamtakanna. Hann segir að Vegagerðin hafi tilkynnt Hraunavinum á fundi að hún myndi hefja framkvæmdir í Gálgahrauni og því hafi menn ákveðið að hafa fólk á vakt í hrauninu.

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði beiðni náttúrverndarsamtakanna um að leitað skyldi ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins vegna framkvæmda í Gálgahrauni en samtökin telja sig hafa lögvarinna hagsmuna að gæta vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun.

Úrskurðinum var vísað til Hæstaréttar og er niðurstöðu hans beðið. Skúli segir að hugur sé í mönnum. Á útkallslista Hraunavina séu á annað hundrað manns. Fólk sem sé tilbúið að verja hraunið.

„Ég á eftir að sjá að innanríkisráðherra, sem er yfirmaður Vegagerðarinnar og jafnframt dómsmálaráðherra, fari að siga lögreglunni á fólk á meðan lögbannsmálið er enn óútkljáð,“ segir Skúli. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×