Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. 16.1.2013 15:19 Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum í dag. 16.1.2013 14:48 Koma á Ofbeldisvarnaráði á fót Tæplega 70 prósent stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft eða nær alltaf einmana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmtán tillögum sem UNICEF á Íslandi hefur unnið að undanfarna mánuði um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum. 16.1.2013 13:21 Týndir þú hring? Hringur er í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 16.1.2013 13:19 ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð við gagnaver Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum: 16.1.2013 13:15 HR fær 230 milljóna styrk frá ESB Rannsóknarmiðstöð Háskólans Í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. 16.1.2013 12:57 Réttargæslumaður gagnrýnir kynferðisbrotadeildina harkalega "Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, var annarsvegar vegna þess að meint fórnarlambið fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli þess sem var ákærður fyrir brotið, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra yfirheyrslu lögreglunnar. 16.1.2013 12:25 Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16.1.2013 12:15 Lárus með réttarstöðu sakbornings í 12 málum til viðbótar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er með réttarstöðu sakbornings í 12 málum hjá sérstökum saksóknara til viðbótar við þau sem eru til meðferðar fyrir dómstólum. Þá hleypur kostnaður hans af vörnum og í einka- og sakamálum vegna hrunsins á tugum milljóna króna. Þetta kom fram í máli verjanda hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 16.1.2013 12:08 Lífeindafræðingar fá skráð skróp í kladdann Lífeindafræðingar á Landspítalanum hafa undanfarna mánuði fundað vegan óánægju sinnar með kjaramál. Fundirnir hafa farið fram á vinnutíma og í óþökk framkvæmdastjóra rannsóknardeildar spítalans. 16.1.2013 11:44 Vilborg vaknaði hress í morgun Vilborg Arna Gissurardóttir vaknaði hress í morgun en hún hefur verið á göngu um margra vikna skeið og stefnir ótrauð á Suðurpólinn. Hún fann fyrir magakveisu í gær en lætur ekki deigann síga. 16.1.2013 11:21 Braut gegn stúlkum sem hann kenndi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur unglingsstúlkum sem hann kenndi við grunnskóla á Vesturlandi og í ungmennastarfi Rauða krossins á svæðinu. Brotin voru framin á árinu 2011. Maðurinn kyssti aðra stelpuna á munninn og leitaði eftir kynferðislegu samneyti við hana. Brotin gagnvart hinni stúlkunni voru alvarlegri. Maðurinn neitaði brotunum gagnvart báðum stelpunum en dómara þótti framburður hans ekki trúverðugur. 16.1.2013 10:47 Þingmenn töpuðu tímaskyninu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. 16.1.2013 10:34 Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun Slökkviliðið var kallað að fatahreinslun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild en hann fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða. 16.1.2013 10:07 Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16.1.2013 09:54 Lögregla skuli fá að gabba níðinga Fagaðilar sammælast um nauðsyn róttækari aðgerða til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Formaður allsherjarnefndar mun beita sér fyrir tálbeituheimildum lögreglu. Breyttir tímar kalli á breyttar áherslur. 16.1.2013 07:00 Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16.1.2013 07:00 Ferðamenn lokkaðir með fornum goðum "Nú þegar er farið að nota æsina í kvikmyndir í Ameríku og því enn frekari ástæða til að skerpa á því hverjir varðveittu sögurnar um hinn forna sið,“ segir áhugahópur sem vill samkeppni um myndskreytingar gatna í svokölluðu Goðahverfi. 16.1.2013 07:00 Kynferðisbrot afa til rannsóknar Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri. 16.1.2013 07:00 Aron varar við auknu eftirliti Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum. 16.1.2013 07:00 Ekki nógu vel tekið á ofbeldinu hérlendis Hér á landi hefur ekki verið tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegum styrk og festu. 16.1.2013 07:00 Heita vatnið aftur komið á í Vesturbænum Heitt vatn komst aftur á í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir bilun fyrr um kvöldið. 16.1.2013 06:54 Rannsaka fjögur tilvik um eld í vatnskælivélum Lögreglan á Akureyri er nú að rannsaka nánar fjögur tilvik á tveimur árum, þar sem kviknað hefur í vatnskælivélum í mötuneytum, eða kaffistofum á vinnustöðum. 16.1.2013 06:52 Ofurölvi ökumaður keyrði inn í garð á Selfossi Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Selfossi seint í gærkvöldi og hafnaði bíllinn á stórum steini inni í húsagarði. 16.1.2013 06:50 Engar norskar útgerðir með skip á loðnumiðunum Norskar útgerðir hafa ekki enn séð ástæðu til að senda loðnuskip á Íslandsmið, en þær höfðu heimildir til þess frá áramótum. 16.1.2013 06:49 Þrír menn teknir eftir innbrot í Kvikmyndaskólann Brotist var inn í Kvikmyndaskólann við Ofanleiti í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og komust þjófarnir undan. 16.1.2013 06:45 Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. 15.1.2013 21:35 Ekkert heitt vatn í Vesturbænum Nú fyrir skömmu varð heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur vegna bilunar. 15.1.2013 20:54 Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er fundinn. Lögreglan þakkar aðstoðina. 15.1.2013 20:35 Kannabis í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Ekki var að sjá að búið væri í íbúðinni en húsnæðið virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta kannabis. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.1.2013 19:46 Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15.1.2013 18:45 Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15.1.2013 17:49 Þekkirðu manninn á myndinni? - Eftirlýstur vegna lögreglurannsóknar Maðurinn á meðfylgjandi mynd er eftirlýstur af lögreglunni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar á fésbókinni. 15.1.2013 16:20 Fimm kærur á hendur Karli Vigni Alls hafa fimm kærur borist vegna Karls Vignis Þorsteinssonar eftir að Kastljós hóf umfjöllun um mál hans. Þar er um að ræða mál þar sem fjórir karlmenn koma við sögu og ein kona. 15.1.2013 15:44 Halldór Laxness með mest seldu bókina Það er ljóst að bókaunnendur hugsi töluvert um heilsuna eftir jólin, en mest selda bókin á tímabilinu 1. til 12. janúar var bókin 6 kíló á 6 vikum. Þetta kemur fram í lista Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekinn er saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. 15.1.2013 15:28 Jón Þorsteinn stefnir DV Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins, vegna umfjöllunar um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins. 15.1.2013 15:21 Fyrirtæki vöruð við flóknum svikum tölvuþrjóta Lögregla á Norðurlöndum varar við tölvuinnbrotum sem eiga sér stað í samskiptum norrænna og kínverskra fyrirtækja í þeim tilgangi að komast yfir lögmætar greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 15.1.2013 14:58 Myndin mun ekki gera lítið úr WikiLeaks "Ég hef reynt að gera mitt besta til þess að tryggja að þetta verði ekki and-WikiLeaks-mynd," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar um fyrirhugaða kvikmynd um vefsíðuna WikiLeaks og forsvarsmann hennar, Julian Assange. 15.1.2013 14:52 Kannast þú við úlpuþjófinn? Þremur verðmætum úlpum var stolið úr fatahengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstudag 11. janúar klukkan 08:25. 15.1.2013 14:35 Fæstar sakfellingar á Suðurlandi Töluverður munur er á sakfellingarhlutfalli héraðsdóma á Íslandi samkvæmt gögnum sem Páll Hilmarsson tók saman og vann úr af vefsíðu héraðsdómanna. 15.1.2013 14:33 Eitrað illgresi í klettasalatspokum Eitrað illgresi fannst í nokkrum pokum af ítölsku klettasalati. Mistökin uppgötvuðust eftir að nokkrir neytendur höfðu fengið eitrunaráhrif, m.a. sviða og bólgur í munnholi. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti þá Matvælastofnun að innkalla skyldi salatið. Ráðlagt er að skola salat og tína úr lauf sem eru frábrugðin. 15.1.2013 13:58 Lögregla þarf rýmri heimildir til að fást við kynferðisbrot Flestir þeirra gesta sem mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun þar sem fjallað var um kynferðisbrot gegn börnum voru þeirrar skoðunnar að lögregla ætti að fá rýmri heimildir til þess að beita svokölluðum virkum tálbeitum á Netinu, í því skyni að góma barnaníðinga. Á fundinn mættu fulltrúar frá innanríkisráðuneyti, Ríkissaksóknara, Barnaverndarstofu, Stígamótum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu auk Svölu Ísfeld Ólafsdóttur lögfræðingi og sérfræðingi í kynferðisbrotum gegn börnum. 15.1.2013 13:47 Réttað í máli Stúlku eftir helgi Aðalmeðferð fer fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur næstkomandi mánudag. 15.1.2013 13:36 Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15.1.2013 12:59 IKEA tók umdeildan skógarhöggsmann úr umferð Auglýsing sem var gerð fyrir Ikea í aðdraganda síðustu jóla var tekin úr umferð. Samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að kvartanir bárust frá áhorfanda um efni hennar. 15.1.2013 11:46 Sjá næstu 50 fréttir
Hjúkrunarfræðingar flýja þrjú svið Landspítalans Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum einskorðast við þrjú svið spítalans. Þar er um að ræða skurðlækningasvið, lyflækningasvið og kvenna- og barnasvið. 16.1.2013 15:19
Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum í dag. 16.1.2013 14:48
Koma á Ofbeldisvarnaráði á fót Tæplega 70 prósent stúlkna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft eða nær alltaf einmana. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmtán tillögum sem UNICEF á Íslandi hefur unnið að undanfarna mánuði um leiðir til að minnka ofbeldi gegn börnum. 16.1.2013 13:21
ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð við gagnaver Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum: 16.1.2013 13:15
HR fær 230 milljóna styrk frá ESB Rannsóknarmiðstöð Háskólans Í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur hlotið 230 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Þetta kemur fram á heimasíðu HR. 16.1.2013 12:57
Réttargæslumaður gagnrýnir kynferðisbrotadeildina harkalega "Ég á ekki til orð yfir þetta," segir Helga Leifsdóttir, réttargæslumaður konu á þrítugsaldri, en tvær helstu meginástæður þess að karlmaður var sýknaður af kynferðisbroti gagnvart skjólstæðingi hennar í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum, var annarsvegar vegna þess að meint fórnarlambið fór úr að ofan eftir að maðurinn hafði þuklað á henni, og svo að ummæli þess sem var ákærður fyrir brotið, um að hann vissi að hann hefði gert eitthvað rangt, voru ekki tekin gild vegna lélegra yfirheyrslu lögreglunnar. 16.1.2013 12:25
Tilgangslaust að banna munntóbak ef reykingar eru leyfðar Yfirlæknir og lækningaforstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telja að lítill sem enginn ávinningur sé af því að banna munntóbak á meðan enn sé hægt að kaupa sígarettur og annað reyktóbak á markaðnum. Þetta kemur fram í umsögn þeirra um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. 16.1.2013 12:15
Lárus með réttarstöðu sakbornings í 12 málum til viðbótar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er með réttarstöðu sakbornings í 12 málum hjá sérstökum saksóknara til viðbótar við þau sem eru til meðferðar fyrir dómstólum. Þá hleypur kostnaður hans af vörnum og í einka- og sakamálum vegna hrunsins á tugum milljóna króna. Þetta kom fram í máli verjanda hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 16.1.2013 12:08
Lífeindafræðingar fá skráð skróp í kladdann Lífeindafræðingar á Landspítalanum hafa undanfarna mánuði fundað vegan óánægju sinnar með kjaramál. Fundirnir hafa farið fram á vinnutíma og í óþökk framkvæmdastjóra rannsóknardeildar spítalans. 16.1.2013 11:44
Vilborg vaknaði hress í morgun Vilborg Arna Gissurardóttir vaknaði hress í morgun en hún hefur verið á göngu um margra vikna skeið og stefnir ótrauð á Suðurpólinn. Hún fann fyrir magakveisu í gær en lætur ekki deigann síga. 16.1.2013 11:21
Braut gegn stúlkum sem hann kenndi Tuttugu og sex ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tveimur unglingsstúlkum sem hann kenndi við grunnskóla á Vesturlandi og í ungmennastarfi Rauða krossins á svæðinu. Brotin voru framin á árinu 2011. Maðurinn kyssti aðra stelpuna á munninn og leitaði eftir kynferðislegu samneyti við hana. Brotin gagnvart hinni stúlkunni voru alvarlegri. Maðurinn neitaði brotunum gagnvart báðum stelpunum en dómara þótti framburður hans ekki trúverðugur. 16.1.2013 10:47
Þingmenn töpuðu tímaskyninu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. 16.1.2013 10:34
Fann fyrir ógleði eftir klórleka í fatahreinsun Slökkviliðið var kallað að fatahreinslun í Hamraborg í Kópavogi nú rétt fyrir klukkan tíu. Þar hafði klór lekið úr fötu og var óttast um eituráhrif. Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild en hann fann fyrir ógleði og öðrum eitureinkennum. Nú er nýbúið að eiturefnamæla og mælarnir sýndu enga mengun þannig að slökkviliðið telur að um minniháttar atvik hafi verið að ræða. 16.1.2013 10:07
Vill hafa gætur á arðgreiðslum ISNIC Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, vill koma í veg fyrir að miklir fjármunir verði teknir út úr fyrirtækinu ISNIC í formi arðgreiðslna. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í gær þar sem hann mælti fyrir frumvarpi um landslénið .is. 16.1.2013 09:54
Lögregla skuli fá að gabba níðinga Fagaðilar sammælast um nauðsyn róttækari aðgerða til að sporna við kynferðisbrotum gegn börnum. Formaður allsherjarnefndar mun beita sér fyrir tálbeituheimildum lögreglu. Breyttir tímar kalli á breyttar áherslur. 16.1.2013 07:00
Samstillt átak þarf gegn lúsavandamáli Lúsar hefur orðið vart í skólum landsins. Hjúkrunarfræðingur hjá landlæknisembættinu segir alltaf erfitt að eiga við lúsina. Úrræði séu fá en þó sé komið nýtt lúsalyf sem lofi góðu. Lykillinn sé þó alltaf að foreldrar fylgist með börnum sínum. 16.1.2013 07:00
Ferðamenn lokkaðir með fornum goðum "Nú þegar er farið að nota æsina í kvikmyndir í Ameríku og því enn frekari ástæða til að skerpa á því hverjir varðveittu sögurnar um hinn forna sið,“ segir áhugahópur sem vill samkeppni um myndskreytingar gatna í svokölluðu Goðahverfi. 16.1.2013 07:00
Kynferðisbrot afa til rannsóknar Lögreglan á Akureyri hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot 77 ára gamals manns gegn tveimur dóttursonum sínum, piltum sem þá voru á barnsaldri. 16.1.2013 07:00
Aron varar við auknu eftirliti Aron Pálmi Ágústsson, sem dæmdur var til refsingar í Bandaríkjunum fyrir kynferðisbrot gegn barni þegar hann var þrettán ára, sendi þingmönnum bréf í síðustu viku þar sem hann varar við breytingum á lögum um eftirlit með dæmdum barnaníðingum. 16.1.2013 07:00
Ekki nógu vel tekið á ofbeldinu hérlendis Hér á landi hefur ekki verið tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegum styrk og festu. 16.1.2013 07:00
Heita vatnið aftur komið á í Vesturbænum Heitt vatn komst aftur á í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöldi eftir bilun fyrr um kvöldið. 16.1.2013 06:54
Rannsaka fjögur tilvik um eld í vatnskælivélum Lögreglan á Akureyri er nú að rannsaka nánar fjögur tilvik á tveimur árum, þar sem kviknað hefur í vatnskælivélum í mötuneytum, eða kaffistofum á vinnustöðum. 16.1.2013 06:52
Ofurölvi ökumaður keyrði inn í garð á Selfossi Ofurölvi ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Selfossi seint í gærkvöldi og hafnaði bíllinn á stórum steini inni í húsagarði. 16.1.2013 06:50
Engar norskar útgerðir með skip á loðnumiðunum Norskar útgerðir hafa ekki enn séð ástæðu til að senda loðnuskip á Íslandsmið, en þær höfðu heimildir til þess frá áramótum. 16.1.2013 06:49
Þrír menn teknir eftir innbrot í Kvikmyndaskólann Brotist var inn í Kvikmyndaskólann við Ofanleiti í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt og komust þjófarnir undan. 16.1.2013 06:45
Vilja að lögregla fái heimild til að beita virkum tálbeitum til að góma barnaníðinga Formaður allsherjarnefndar vill beita sér fyrir því að lögregla fái heimild til þess að beita virkum tálbeitum á netinu. Ríkissaksóknari segir að með því séu menn komnir á varhugaverðar slóðir og að hugmyndina þurfi að íhuga vandlega. 15.1.2013 21:35
Ekkert heitt vatn í Vesturbænum Nú fyrir skömmu varð heitavatnslaust í hluta Vesturbæjar Reykjavíkur vegna bilunar. 15.1.2013 20:54
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í dag er fundinn. Lögreglan þakkar aðstoðina. 15.1.2013 20:35
Kannabis í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur í gær. Við húsleit var lagt hald á rúmlega 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Ekki var að sjá að búið væri í íbúðinni en húsnæðið virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta kannabis. Karl á fertugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu. 15.1.2013 19:46
Íslenskir námsmenn í skuldasúpu eftir viðskipti við Halldór Viðar Sanne Tugir Íslendinga, í mörgum tilvikum ungir námsmenn með lítið fé milli handanna, sitja í skuldasúpu eftir viðskipti sín við svikahrappinn Halldór Viðar Sanne sem nú situr í gæsluvarðhaldi. Þeir sem verst urðu úti skulda milljónir. 15.1.2013 18:45
Heimili barnaníðings í gæsluvarðhaldi lagt í rúst Brotist var inn á heimili barnaníðingsins Gunnars Jakobssonar á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Gunnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á föstudag grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum. 15.1.2013 17:49
Þekkirðu manninn á myndinni? - Eftirlýstur vegna lögreglurannsóknar Maðurinn á meðfylgjandi mynd er eftirlýstur af lögreglunni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hringja í lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri á netfangið abending@lrh.is eða í einkaskilaboðum til lögreglunnar á fésbókinni. 15.1.2013 16:20
Fimm kærur á hendur Karli Vigni Alls hafa fimm kærur borist vegna Karls Vignis Þorsteinssonar eftir að Kastljós hóf umfjöllun um mál hans. Þar er um að ræða mál þar sem fjórir karlmenn koma við sögu og ein kona. 15.1.2013 15:44
Halldór Laxness með mest seldu bókina Það er ljóst að bókaunnendur hugsi töluvert um heilsuna eftir jólin, en mest selda bókin á tímabilinu 1. til 12. janúar var bókin 6 kíló á 6 vikum. Þetta kemur fram í lista Rannsóknaseturs verslunarinnar sem tekinn er saman fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. 15.1.2013 15:28
Jón Þorsteinn stefnir DV Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, hefur stefnt Reyni Traustasyni, ritstjóra DV, og Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra blaðsins, vegna umfjöllunar um gjaldeyrisviðskipti Jóns Þorsteins. 15.1.2013 15:21
Fyrirtæki vöruð við flóknum svikum tölvuþrjóta Lögregla á Norðurlöndum varar við tölvuinnbrotum sem eiga sér stað í samskiptum norrænna og kínverskra fyrirtækja í þeim tilgangi að komast yfir lögmætar greiðslur fyrir vörur og þjónustu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. 15.1.2013 14:58
Myndin mun ekki gera lítið úr WikiLeaks "Ég hef reynt að gera mitt besta til þess að tryggja að þetta verði ekki and-WikiLeaks-mynd," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar um fyrirhugaða kvikmynd um vefsíðuna WikiLeaks og forsvarsmann hennar, Julian Assange. 15.1.2013 14:52
Kannast þú við úlpuþjófinn? Þremur verðmætum úlpum var stolið úr fatahengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstudag 11. janúar klukkan 08:25. 15.1.2013 14:35
Fæstar sakfellingar á Suðurlandi Töluverður munur er á sakfellingarhlutfalli héraðsdóma á Íslandi samkvæmt gögnum sem Páll Hilmarsson tók saman og vann úr af vefsíðu héraðsdómanna. 15.1.2013 14:33
Eitrað illgresi í klettasalatspokum Eitrað illgresi fannst í nokkrum pokum af ítölsku klettasalati. Mistökin uppgötvuðust eftir að nokkrir neytendur höfðu fengið eitrunaráhrif, m.a. sviða og bólgur í munnholi. Heilbrigiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti þá Matvælastofnun að innkalla skyldi salatið. Ráðlagt er að skola salat og tína úr lauf sem eru frábrugðin. 15.1.2013 13:58
Lögregla þarf rýmri heimildir til að fást við kynferðisbrot Flestir þeirra gesta sem mættu á fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun þar sem fjallað var um kynferðisbrot gegn börnum voru þeirrar skoðunnar að lögregla ætti að fá rýmri heimildir til þess að beita svokölluðum virkum tálbeitum á Netinu, í því skyni að góma barnaníðinga. Á fundinn mættu fulltrúar frá innanríkisráðuneyti, Ríkissaksóknara, Barnaverndarstofu, Stígamótum og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu auk Svölu Ísfeld Ólafsdóttur lögfræðingi og sérfræðingi í kynferðisbrotum gegn börnum. 15.1.2013 13:47
Réttað í máli Stúlku eftir helgi Aðalmeðferð fer fram í máli Stúlku Bjarkardóttur Rúnarsdóttur næstkomandi mánudag. 15.1.2013 13:36
Útkoman týpísk Hollywood-steypa "Ég hef heyrt ávæning af handritinu og það hefur ekki verið til þess að auka bjartsýni mína um að þarna sé vel farið með. Ég treysti Hollywood ekki sérstaklega vel til þess að vera skrásetjari sögunnar," segir Kristinn Hrafnsson talsmaður WikiLeaks. 15.1.2013 12:59
IKEA tók umdeildan skógarhöggsmann úr umferð Auglýsing sem var gerð fyrir Ikea í aðdraganda síðustu jóla var tekin úr umferð. Samkvæmt heimildum Vísis var ástæðan sú að kvartanir bárust frá áhorfanda um efni hennar. 15.1.2013 11:46