Innlent

Kannast þú við úlpuþjófinn?

Úlpuþjófurinn er við fatahengið lengst til hægri.
Úlpuþjófurinn er við fatahengið lengst til hægri.
Þremur verðmætum úlpum var stolið úr fatahengi í anddyri Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn föstudag 11. janúar klukkan 08:25.

Á meðfylgjandi mynd sést þegar ung stúlka er nýkomin inn í skólann og er fyrir framan fatahenginu.

Stúlkan gaf sér góðan tíma til að skoða fatnaðinn og valdi síðan þrjár úlpur. Ein úlpan var frá Carhart, svört að lit, önnur var svört 66°N og þriðja hvít ZO ON, allar með loðkraga á hettu.

Lögreglan biður alla þá að hafa samband í síma 480 1010 sem mögulega geta borið kennsl á stúlkuna út frá fatnaðinum sem hún er í á meðfylgjandi mynd eða búa yfir einhverjum upplýsingum um þjófnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×