Fleiri fréttir

Ætla að leigja þyrlur fyrir Gæsluna í stað þess að kaupa

Ríkistjórnin samþykkti í morgun tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að falla frá samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á nýrri björgunarþyrlu sem gerður var 30. nóvember 2007. Í sameiginlegri yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar innanríksráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs, segir að þessi ákvörðun sé tekin vegna mikils aðhalds í ríkisútgjöldum. Kaup á nýjum björgunarþyrlum krefjist mikilla fjárfestinga sem ekki sé unnt að ábyrgjast á næstu árum. Þess í stað áformi íslensk stjórnvöld að bjóða út langtímaleigu á tveimur þyrlum til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að tryggja að hér verði þrjár björgunarþyrlur tiltækar.

Erfðabreyttra hráefna ekki getið

Ný íslensk rannsókn sýnir að talsvert er um að vörur sem seldar eru í verslunum landsins innihaldi erfðabreytt hráefni án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Með þessu er vegið að valfrelsi neytenda en síðan í janúar á þessu ári hefur verið skylt að tilgreina um erfðabreytt hráefni á vörumerkingum hér á landi.

Enn treystir enginn sér til að meta tjónið

Atvinnuveganefnd fundaði í morgun um veðurhamfarirnar á Norðurlandi í síðustu viku. Enn treystir enginn sér til að meta tjónið sem varð af óveðrinu og ekki er von á neinum tölum fyrr en í fyrsta lagi í október.

Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

Maðurinn sem dæmdur var í átta ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verði áfrýjað. Áfrýjunarfrestur rennur út 15. október næstkomandi.

Um 200 hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Landspítalann

Að minnsta kosti tvö hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Eiríksstaði á Landspítalanum klukkan níu í morgun til að sýna samninganefnd sinni stuðning. Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á spítalanum lauk nú rétt fyrir hádegi en stofnanasamningar þeirrra eru lausir og hafa verið það í rúmt ár.

Telja umfang nýja Landspítalans óásættanlegt

Stjórn Íbúasamtaka Miðborgar mótmæla deiliskipulagstillögu að Nýjum Landspítala við Hringbraut og telja hana óásættanlega í núverandi mynd. Nýi Landspítalinn verður að nokkurs konar borgvirki í útjaðri miðborgarinnar að mati samtakanna.

Hundrað ára hús verður hótel

Til stendur að breyta hinu hundrað ára gamla húsi Félags bókagerðarmanna við Hverfisgötu 21 í hótel. RR Hótel ehf. hefur fest kaup á húsinu og hefjast framkvæmdir 1. október. Húsið nýtur verndar samkvæmt Húsverndarskrá Reykjavíkur en Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt umsókn um endurbæturnar.

Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann

Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann síðla dags í gær þegar hún var að koma úr íþrottahúsinu í Kaplakrika og var að ganga yfir í Setbergshverfi. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar mætti stúlkan manni sem bar hendina fyrir augum sér, eins og maður gerir oft þegar sólin skín í augun.

Sprengiefni haldlögð í húsleit - sjö handteknir

Sjö voru handteknir þegar lögreglan framkvæmdi tvær húsleitir í Hafnarfirði og Mosfellsbæ í gær. Á báðum stöðum var lagt hald á fíkniefni en á öðrum þeirra var jafnframt að finna verulagt magn af því sem talið er vera þýfi úr innbrotum á bæði höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Á síðarnefnda staðnum var einnig lagt hald á skotvopn en á hinum tók lögreglan ennfremur sprengiefni í sína vörslu. Hinir handteknu, sem flestir eru á þrítugsaldri, tengjast allir Outlaws. Að aðgerðunum stóðu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum í samvinnu við embætti ríkislögreglustjóra og tollyfirvöld.

Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland

Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu.

Í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir kæru

Maðurinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni var úrskurðaður í gæsluvarðhald tveimur dögum eftir að stúlkan lagði fram kæru á hendur honum. Stúlkan fór sjálf á lögreglustöðina og kærði stjúpföður sinn.

Næg verkefni að glíma við eftir krabbameinsmeðferð

Afleiðingar af krabbameinsmeðferð fyrir börn og hvernig hægt er að takast á við slíkar afleiðingar, er umfjöllunarefni fundar sem Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna hefur boðað til í kvöld. Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins, verður aðalgestur fundarins og ætlar að ræða þessi mál við félagsmenn. Hún segir að verulegur árangur hafi náðst í meðferð á undanförnum árum.

Vill opna erfiðu kaflana

Meðan Kýpur er í formennsku í ráðherraráði ESB er ætlunin að opna tíu til ellefu samningskafla í aðildarviðræðum Íslands. Utanríkisráðherra landsins vill líka hefja vinnu við erfiðustu kaflana.

Munnlegur málflutningur í Icesavemálinu í dag

Munnlegur málflutningur hefst í Icesavemálinu fyrir EFTA-dómstólnum í dag og er gert ráð fyrir að honum ljúki á morgun. Fyrrverandi ritari við dómstólinn telur að dómur verði kveðinn upp eftir um þrjá mánuði.

Sigtryggur Helgason látinn

Sigtryggur Helgason, fyrrverandi forstjóri Brimborgar, lést á Landspítalanum á föstudaginn var.

Hafði lengi rætt um dópframleiðslu

Rannsókn á amfetamínverksmiðju sem uppgötvaðist í bílskúr í Efstasundi í Reykjavík á fimmtudagskvöld stendur enn yfir hjá lögreglu.

Framkvæmdir hafnar við hjólastíga

Framkvæmdir eru hafnar á nokkrum stöðum í Reykjavík við hjólastíga sem eiga að liggja samfellt frá Hlemmi í Elliðaárdalinn. Síðasti áfangi verkefnisins verður að reisa tvær háar brýr yfir Elliðaár en verkefnið byggir á hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.

Evran er eini valkosturinn

Seðlabankinn telur að upptaka evru með aðild að ESB sé eini valkosturinn við krónu. Vextir yrðu lægri og betri rammi utan um hagstjórn en sveiflujöfnunartæki glatast. Kreppan á evrusvæðinu líka vandamál.

Bæta þarf umgjörð utan um krónuna

Mikilvægt er að gera umbætur á peningastefnunni og annarri hagstjórn hér á landi eigi áfram að styðjast við fljótandi krónu. Öðrum kostum en upptöku evru í gegnum aðild að ESB fylgja hins vegar verulegir annmarkar.

Efnahagslegt frelsi minnkað á Íslandi

Ísland er neðst norrænu ríkjanna á lista Fraser-stofnunarinnar sem raðar löndum eftir nokkrum mælikvörðum sem eiga að mæla efnahagslegt frelsi í löndunum.

"Á köflum var erfitt að horfa á hana"

Ég held að Eyjamenn séu langfestir spenntir fyrir því að sjá myndina. Þetta segir Júlíus Ingason, ritstjóri Eyjafrétta. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi þar við þáttastjórnendur um nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið.

Nauðsynlegt að ganga vel frá gaskútum

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að gassprengingin í Ofanleiti um helgina sé mikilvæg áminning til þeirra sem eru með gaskúta á heimilum sínum. Nauðsynlegt sé að ganga vel frá þeim.

Baltasar aðlagar Sjálfstætt fólk

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur undirbýr nú kvikmyndaaðlögun á stórvirki Halldórs Laxness, Sjálfstætt fólk. Þetta tilkynnti leikstjórinn í Kastljósinu á RÚV í kvöld.

Þörungarækt undirbúin í Mývatnssveit

Félag um uppbyggingu þörungabús í Mývatnssveit hefur starfsemi í næsta mánuði. Hugmyndin er að nýta jarðhita til þörungaræktunar í tjörnum og kerjum. Stofnfundurinn átti að vera í Reykjahlíð í síðustu viku en frestaðist vegna óveðursins. Engu að síður er áformað að fyrsti starfsmaðurinn hefji störf í næsta mánuði.

Innlyksa í tæpa viku og alsæl

Kanadíska parið sem varð innlyksa í skála upp á hálendi í tæpa viku, eftir að hafa leitað skjóls undan óveðrinu á Norðurlandi hlakkar til að koma aftur hingað til lands. Það þakkar sínu sæla fyrir að hafa verið bjargað áður en kaffið gekk til þurrðar.

Eyrún ritstýrir sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Eyrún Magnúsdóttir, fyrrverandi Kastljóskona og blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðin til þess að ritstýra sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Blaðið mun koma út með breyttu sniði á næstunni. "Hugmyndin er að gefa út öflugt og fjölbreytt helgarblað sem nær til breiðs hóps lesenda,“ segir Eyrún í samtali við Vísi.

Maðurinn látinn

Karlmaður sem var inni í íbúð í Ofanleiti þegar gríðarlega öflug sprenging varð þar í gærdag er látinn. Lögreglan hefur komist að þeirri niðurstöðu að sprenginguna megi rekja til gasleka.

Ísland þykir ekki nógu gott nafn

Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið.

Tugir útkalla vegna veðurs í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk á milli 30 og 40 tilkynningar um tjón vegna veðurs í fárviðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu mikið tjónið var í heildina.

Tekur lengri tíma að efnagreina efnin

Upplýsingar um búnað, skráningu og efnagreiningu á efnum sem fundust í fíkniefnaframleiðslu í Efstasundi í Reykjavík fyrir helgi, mun taka lengri tíma en áætlað var sökum umfangs framleiðslunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Utanríkismálanefnd fundar um makrílinn

Utanríkismálanefnd Alþingis fundar um stöðu makrílmálsins klukkan fimm síðdegis í dag. Á fundinn munu gestir, m.a. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fræða nefndarmenn um stöðu mála.

Stúdentar afhentu um 3000 póstkort

Stúdentaráð Háskóla Íslands afhenti fjármálaráðherra um 3000 póstkort sem nemendur HÍ kvittuðu undir til að vekja athygli á of miklum niðurskurði. Krafa Stúdentaráðs er að háskólinn fái greitt með öllum sínum nemendum.

Þrír á slysadeild eftir árekstur við Mjódd

Þrír voru fluttir á slysadeild til skoðunar eftir að árekstur varð á Reykjanesbraut, við Mjóddina um klukkan hálftvö í dag. Vísir hefur ekki fengið upplýsingar um það hvað olli árekstrinum

Skuldin snérist um hluta af lottóvinningi

Maður sem vann tíu milljónir í Víkingalottó lét þjónustufulltrúa sinn í Íslandsbanka í Grafarvogi hringja á lögregluna á meðan dæmdur ofbeldismaður beið eftir honum í bankanum. Sá taldi vinningshafann skulda sér pening.

Íslenskir skátaforingjar beita ekki ofbeldi

Íslenskir skátaforingjar undirrita á hverju ári drengskaparheit um að þeir hafi ekki brotið gegn börnum og muni aldrei gera það. Þeir veita einnig Bandalagi íslenskra skáta heimild til að skoða sakaskrá sína. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem send var út í dag vegna frétta af kynferðislegu ofbeldi innan bandarísku skátahreyfingarinnar.

Skjálftahrina við Siglufjörð

Skjálftahrina varð NNA af Siglufirði rétt eftir klukkan ellefu í dag. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 að stærð. Þeir íbúar á Siglufirði sem Vísir hefur rætt við segjast ekki hafa orðið varir við skjálftann.

"Crossfit ekki svo galið“

Eigandi og yfirþjálfari í CrossFit Sport í Sporthúsinu segir í aðsendri grein í Fréttablaðinu og Vísi að crossfit sé ekki svo galin líkamsþjálfun. Crossfit hefur verið mikið milli tannanna á fólki að undanförnu og m.a. hlotið talsverða gagnrýni hjá íþróttafræðingum. Greinin er innlegg í þá umræðu.

Síbrotamenn fyrir dómi

Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ákæruvaldsins gegn Elís Helga Ævarssyni og Steindóri Hreini Veigarssyni, en þeir eru ákærðir fyrir að hafa svipt bræður frelsi í Grafarvogi og ógnað þeim. Samkvæmt ákæru mun Elís Helgi síðan hafa fylgt öðrum bróðurnum í banka til að þvinga hann til að taka út pening á meðan Steindór Hreinn hélt hinum manninum nauðugum áfram. Bæði Elías og Steindór Hreinn neituðu sök við þingfestingu málsins í sumar. Þeir eiga báðir að baki langa afbrotasögu. Elís Helgi var meðal annars fundinn sekur um morð á áttræðri konu, móður Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum.

Enn ekkert gefið uppi um orsök sprengingar

Enn hefur ekkert verið gefið út um hvað olli sprengingunni sem lagði íbúð á fyrstu hæð við Ofanleiti í rúst í gær. Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tæknideild lögreglunnar sem fer með rannsókn málsins á vettvangi komi saman nú fyrir hádegið til þess að fara yfir stöðuna og að það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi að þeim fundi loknum sem mögulega verði hægt að greina nánar frá orsökum sprengingarinnar.

Karlmanninum haldið sofandi í öndunarvél

Karlmanni á fertugsaldri slasaðist alvarlega í sprengingu í íbúð við Ofanleiti í gær er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum frá vatkhafandi lækni í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir