Innlent

Munnlegur málflutningur í Icesavemálinu í dag

Munnlegur málflutningur hefst í Icesavemálinu fyrir EFTA-dómstólnum í dag og er gert ráð fyrir að honum ljúki á morgun. Fyrrverandi ritari við dómstólinn telur að dómur verði kveðinn upp eftir um þrjá mánuði.

Málið verður flutt í húsnæði verslunarráðs Luxemborgar því húsnæði EFTA er of lítið. Dómurinn verður þó ekki á þann veg að Íslendingar eigi að greiða ákveðna upphæð á ákveðnum tíma. Heldur er talið að frekari málaferli verði ef íslenska ríkið verður dæmt fyrir brot á jafnræðisreglu með því að mismuna innstæðueigendum eftir þjóðerni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×