Innlent

Um 200 hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Landspítalann

Að minnsta kosti tvö hundruð hjúkrunarfræðingar söfnuðust saman við Eiríksstaði á Landspítalanum klukkan níu í morgun til að sýna samninganefnd sinni stuðning. Samningafundi í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga á spítalanum lauk nú rétt fyrir hádegi en stofnanasamningar þeirrra eru lausir og hafa verið það í rúmt ár.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við fréttastofu að hjúkrunarfræðingar færu fram á umtalsverða launahækkanir en vildi þó ekki nefna neinar tölur í því máli. Hún benti þó á að laun forstjóra Landspítalans hefðu hækkað um 25% á dögunum og því væri ekki úr takti að fara fram á svipaða tölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×