Þrjú hundruð tillögur um nýtt nafn á Ísland BBI skrifar 18. september 2012 10:23 Tillögurnar hrannast inn. Mynd/ vefur Íslandsstofu Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn. Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Íslandsstofu er ekki í nöp við nafnið Ísland þó efnt hafi verið til samkeppni um annað nafn á landið. Ísland er í senn nafn sem fólki þykir vænt um og dýrmætt vörumerki. Nafnasamkeppninni er hins vegar beint að ferðamönnum og miðar að því að vekja umræðu um Ísland á erlendri grundu. „Það stendur alls ekki til að breyta nafninu á landinu eða fara að kynna það undir nýju nafni," segir Sveinn Birkir Björnsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu. „Við erum bara að leika okkur með hugmyndina „hvað ef ...". Við erum hér með land sem heitir Ísland. Nafnið er kannski ekkert rosalega lýsandi fyrir landið sjálft. Hvað ef þú fengir tækifæri til að nefna það upp á nýtt. Hvernig myndi fólk lýsa tilfinningum sínum til landsins í einu orði," segir Sveinn. Samkeppni Íslandsstofu hófst fyrir helgi. Undirtektirnar hafa ekki látið á sér standa og bara yfir helgina hafa um þrjú hundruð tillögur skilað sér inn á vef Íslandsstofu. Þar er tillagan Niceland einna algengust.Fleiri tillögur.Mynd/vefur ÍslandsstofuSveinn útskýrir að uppsetningin á öllum hugmyndunum byggi á nafninu Ísland. Þannig verða hugmyndirnar t.d. orðaðar í þessum dúr: Iceland is my Niceland. „Þannig að nafnið Ísland verður alltaf í forgrunni," segir Sveinn. „Og þetta er fyrst og fremst landkynning fyrir Ísland." Nokkrar bestu tillögurnar verða notaðar á plaköt í vetur meðan samkeppnin stendur yfir, fyrst og fremst til að kynna sjálfan leikinn. Þegar upp verður staðið mun ein tillagan verða valin sem sú besta. Hún verður þó ekki notuð framvegis í markaðsstarf fyrir landið. „Samkeppnin snýst um að hafa gaman og skapa umræðu en ekki finna nýtt nafn fyrir landið okkar," segir Sveinn.
Tengdar fréttir Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52 "Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Ísland þykir ekki nógu gott nafn Íslandsstofa stendur nú fyrir samkeppni um nýtt og betra nafn fyrir Ísland. Forsvarsmenn markaðsherferðarinnar Inspired by Iceland áttuðu sig á mikilvægi þess að endurnefna landið þegar um 10 þúsund manns viðruðu þær skoðanir á samfélagsmiðlum í sumar að "Ísland" væri ekki nógu lýsandi nafn fyrir landið. 17. september 2012 15:52
"Niceland" líklegt til sigurs í samkeppni Inspired by Iceland "Við vildum fá ferðamenn til að lýsa þeim tilfinningum sem þeir bera til Íslands," segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðukona hjá Íslandsstofu sem nú stendur fyrir samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland. 17. september 2012 22:30