Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2025 15:13 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“ Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu klúbbsins, en Edwin Roald vallarstjóri er skrifaður fyrir henni. Hann segir að atvikið hafi átt sér stað þegar kylfingunum sem sló boltann hefði átt að vera ljóst að hann væri að setja tvo vallarstarfsmenn í hættu. Þar kemur fram að golfklúbburinn hafi ákveðið að móta stefnu um það hvernig tekið verði á svona málum. „Það hlaut að koma að því. Í gær gerðist nokkuð sem við höfum óttast undanfarið, eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun of margra kylfinga,“ segir Edwin. „Varla hefði þurft að bíða lengur en í um fimm sekúndur til að gæta viðunandi öryggis.“ Fram kemur í færslunni að svo virðist sem boltinn hafi hafnað í manninum áður en hann hafði viðkomu í jörðu. Þar af leiðandi hafi höggið líklega verið þungt. „Aðeins munaði fáeinum sentimetrum að boltinn hafnaði á höfði viðkomandi,“ segir Edwin. Hann tekur fram að ekkert viðvörunarhróp hafi heyrst frá kylfingnum, og að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins. Edwin segir að enginn vallarstarfsmanna, að honum undanskildum, séu eldri en sautján ára. Þeim sé ítrekað sýnd mikil vanvirðing á golfvellinum. Þá minnist hann á nokkur atvik þar sem boltar enduðu skammt frá starfsmönnum við vinnu. Í eitt skipti hafi starfsmaður þurft að beygja sig á bakvið vinnutæki til að verða ekki fyrir höggum. „Með framangreint í huga, en fyrst og fremst með öryggi og velferð starfsfólks í huga, hefur Golfklúbbur Þorlákshafnar ákveðið að hefja vinnu við mótun málsmeðferðar og viðurlaga við háskaleik sem þessum.“
Golf Ölfus Golfvellir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira