Innlent

Erfðabreyttra hráefna ekki getið

BBI skrifar
Matvælin sem rannsökuð voru.
Matvælin sem rannsökuð voru. Mynd/Náttúrulækningafélag Íslands
Ný íslensk rannsókn sýnir að talsvert er um að vörur sem seldar eru í verslunum landsins innihaldi erfðabreytt hráefni án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Með þessu er vegið að valfrelsi neytenda en síðan í janúar á þessu ári hefur verið skylt að tilgreina um erfðabreytt hráefni á vörumerkingum hér á landi.

Neytendasamtökin, Matvæla- og veitingafélag Íslands og Náttúrulækningafélag Íslands könnuðu úrval amerískra matvæla í verslunum höfuðborgarsvæðisins. Valdar voru 12 vörutegundir sem talið var hugsanlegt að innhéldu erfðabreytt hráefni. Þær voru sendar til greiningar í rannsóknarstofu í Þýskalandi. Af vörunum tólf innihéldu níu þeirra erfðabreytt hráefni án þess að það kæmi fram á pakkningum. Það gerir 75% af þessu úrtaki.

Tafla af heimasíðu Náttúrulækningafélags Íslands.
Innflytjendur bera ábyrgð á því að tilgreina um erfðabreytt hráefni í vörum sem þeir flytja inn en um það voru samþykkt lög sem tóku gildi 1. janúar á þessu ári. Þeir innflytjendur sem bregðast þessari lagalegu skyldu sinni svipta neytendur valfrelsi sínu en vaxandi fjöldi neytenda velur matvæli á grundvelli heilbrigðissjónarmiða.

Í töflunni hér til hliðar má sjá matvælin sem rannsökuð voru og hver þeirra reyndust innihalda erfðabreytt hráefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×