Innlent

Sigtryggur Helgason látinn

Sigtryggur helgason safnar saman rusli og illgresi í hverfinu sínu.
Sigtryggur helgason safnar saman rusli og illgresi í hverfinu sínu.
Sigtryggur Helgason, fyrrverandi forstjóri Brimborgar, lést á Landspítalanum á föstudaginn var.

Sigtryggur fæddist 5. október árið 1930. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og starfaði síðan sem skrifstofustjóri hjá útgerðarfyrirtæki föður síns, Helga Benediktssyni í Vestmannaeyjum, til 1963. Hann gerðist meðeigandi og forstjóri Brimborgar 1977 og starfaði þar til ársins 1999 er hann seldi hlut sinn. Eiginkona Sigtryggs var Halldóra Guðmundsdóttir. Sigtryggur lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur.

Sigtryggur setti sterkan svip á samfélag sitt þótt kominn væri á efri ár, meðal annars með miklum jólaskreytingum við íbúðarhús sitt í Hlyngerði í Reykjavík. Hann var í viðtali í Fréttablaðinu fyrr í þessum mánuði vegna hreinsunarstarfa þar í hverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×