Aron og Emilía voru vinsælustu skírnarnöfnin í fyrra 18. september 2012 09:10 Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2011 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust á árinu 2010. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að flestum nýfæddum börnum voru gefin fleiri nöfn en eitt árið 2011. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum, en þar á eftir Ingi og Freyr. María var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum ásamt Ósk, en þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undanfarin ár. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta síðara eiginnafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2012 eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2007. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. 10 algengustu nöfnin hafa verið þau sömu frá 2007 nema hvað Kristján er nú í 7. sæti í stað Magnúsar sem færist niður um eitt sæti. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2012 voru þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2007. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn, en hún reyndist fyrra nafnið í sex af 10 algengustu tvínefnunum. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengara er að börn fæðist að sumri og á hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru 51,5% allra afmælisdagana frá apríl til september. Í upphafi árs 2012 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september 2012, alls 995 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á hlaupársdag, 29. febrúar, eða 198 manns. Að öðru leyti eru jóladagur (653) og gamlársdagur (698) sjaldgæfir afmælisdagar ásamt öðrum hátíðisdögum um jólin. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2011 en Emilía vinsælasta stúlkunafnið. Bæði nöfnin voru einnig vinsælust á árinu 2010. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að flestum nýfæddum börnum voru gefin fleiri nöfn en eitt árið 2011. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum, en þar á eftir Ingi og Freyr. María var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum ásamt Ósk, en þessi nöfn hafa vermt fyrsta og annað sætið undanfarin ár. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Rós sem þriðja vinsælasta síðara eiginnafn nýfæddra stúlkna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2012 eru 10 vinsælustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2007. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. 10 algengustu nöfnin hafa verið þau sömu frá 2007 nema hvað Kristján er nú í 7. sæti í stað Magnúsar sem færist niður um eitt sæti. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún vinsælast, þá Anna og svo Sigríður. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2012 voru þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2007. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn, en hún reyndist fyrra nafnið í sex af 10 algengustu tvínefnunum. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengara er að börn fæðist að sumri og á hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru 51,5% allra afmælisdagana frá apríl til september. Í upphafi árs 2012 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september 2012, alls 995 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á hlaupársdag, 29. febrúar, eða 198 manns. Að öðru leyti eru jóladagur (653) og gamlársdagur (698) sjaldgæfir afmælisdagar ásamt öðrum hátíðisdögum um jólin.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira