Fleiri fréttir

Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur

"Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni.

Dómurinn þríklofnaði í afstöðu sinni

Dómur Landsdóms í málinu gegn Geir Haarde þríklofnaði í afstöðu sinni til málsins. Níu dómarar stóðu að meirihlutaáliti, fimm dómarar stóðu að öðru minnihlutaálitinu og Sigrún Magnúsdóttir stóð ein að hinu. Markús Sigurbjörnsson, Brynhildur Flóvenz, Eggert Óskarsson, Eiríkur Tómasson, Hlöðver Kjartansson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Viðar Már Matthíasson og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson töldu öll að sýkna ætti Geir af þremur ákæruliðum en sakfella fyrir ákærulið 2.

Kjartan Gunnarsson: Dómurinn alveg út í hött

"Mín fyrstu viðbrögð eru þau að ég harma þessa niðurstöðu. Ég tel að fella dóm yfir Geir H. Haarde og þó honum sé ekki dæmd refsing; það er alveg út í hött,“ segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og vinur Geirs.

Brotið snýr að 17. grein stjórnarskrárinnar

Brotið sem Geir H. Haarde er dæmdur fyrir lýtur að 17. grein stjórnarskrárinnar, að hafa ekki haldið fundi um mikilvæg mál. Í dómnum er tekið fram að brotið sé framið af stórfelldu gáleysi.

Geir sakfelldur í einum lið af fjórum

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var sýknaður af þremur ákæruliðum en sakfelldur í einum. Sá ákæruliður sem hann var sakfelldur fyrir snýr að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni, en fimm dómarar skiluðu sératkvæði og töldu að sýkna ætti hann í öllum ákæruliðum. Níu voru hinsvegar á því að sakfella fyrir einn lið eins og áður sagði. Honum er ekki gerð refsing fyrir ákæruliðinn sem hann var sakfelldur fyrir.

Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending

Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö.

Lögreglan hafði afskipti af 50 bílum sem lagt var ólöglega

Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en lögreglan þurfti að hafa afskipti af fimmtíu ökutækjum um liðna helgi vegna þessa. Þannig var fjölmörgum bílum lagt ólöglega í nágrenni og við Skautahöllina og Húsdýragarðinn en lögreglu bárust margar kvartanir vegna þessa.

Dómurinn í Landsdómsmálinu á fimmta hundrað blaðsíður

Einungis dómsorðið verður lesið upp kl. 14:00 þegar kveðinn verður upp dómur í Landsdómsmálinu og það verður Markús Sigbjörnsson, forseti dómsins, sem les. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti ætti það ekki að taka meira en örfáar mínútur, eins og gildir um dóma Hæstaréttar. Dómur Landsdóms, sem mun birtast á vef Landsóms 30 mínútum eftir dómsuppkvaðningu, er á fimmta hundrað blaðsíður.

Barroso segir makríldeiluna ótengda aðildarviðræðum

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að makríldeilan og aðildarviðræður Íslands að ESB séu tvö aðskilin mál og ekki eigi að blanda þeim saman. Þetta kom fram á fundi Barroso með formanni utanríkismálanefndar Alþingis í morgun.

Skýrist á miðvikudaginn hver verður biskup

Atkvæði í seinni umferð biskupskosninganna verða talin á miðvikudaginn kemur, samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur hjá biskupsstofu. Hún segir að talið verði á Dómkirkjuloftinu og talningin muni hefjast klukkan tíu. Úrslitin ættu svo að vera ljós þá síðar um daginn.

Sautján ára gamall Í gæsluvarðhald

Sautján ára piltur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. apríl. Hann er grunaður um að hafa veitt konu á þrítugsaldri áverka með hnífi í Kópavogi um helgina. Pilturinn sætir gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Russel Crowe á leið til landsins til að leika Nóa

Stórstjarnan Russel Crowe mun leika aðalhlutverkið í Noah, kvikmynd eftir Darren Aronofsky sem tekin verður hér á landi í júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar en Crowe hafði áður verið orðaður við hlutverkið. Önnur stjarna, Liam Neeson, er einnig sagður líklegur til þess að fara með hlutverk.

Styrkja vilja til góðra breytinga

Viðtalstækni sem nefnist „áhugahvetjandi samtal“ (eða motivational interviewing) verður innleidd með kerfisbundnari hætti en áður á meðferðarheimilinu Stuðlum.

Snarpasti skjálftinn mældist 3 á Richter

Samkvæmt yfirförnum tölum Veðurstofunnar á skjálftahrinunni sem hófst norð-norðvestur af Hellisheiðarvirkjun í fyrrakvöld, mældist snarpasti skjálftinn 3 á Richter og þrír til viðbótar mældust á bilinu 2 til 3 á Richter.

Hnífstungumaðurinn í gæsluvarðhald

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið konu með hnífi í Kópavogi aðfararnótt laugardags, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Eldur í ruslagámi

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt, eftir að vart varð við eld í ruslagámi, sem stóð við Bólstaðahlíð í Reykjavík.

Tilboðið var 18% undir kostnaði

Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs árin 2012 til 2014. „Tilboðið, við seinni opnun, hljóðaði upp á 681 milljón króna,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar, en ganga á frá samningi um rekstur ferjunnar í vikunni. „Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í höndum Eimskips til 1. júní 2014,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Færri greinast með HIV-smit

Fjórir einstaklingar hafa greinst með HIV-smit það sem af er ári, tvær konur og tveir karlar. Einn einstaklinganna er sprautufíkill og smitaðist í gegnum óhreina sprautunál, en hinir fengu veiruna við samfarir. Um er að ræða þrjá Íslendinga og einn útlending.

Landsdómur sker í dag úr um sekt eða sakleysi Geirs

Landsdómur kemur saman í dag, væntanlega í síðasta skipti í langan tíma. Kveðinn verður upp dómur yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem ákærður var af Alþingi fyrir það sem hann gerði, eða gerði ekki í aðdraganda bankahrunsins haustið 2008.

Fræg freigáta fundin á botni Siglufjarðar

Atvinnukafarinn Erlendur Guðmundsson fann á laugardaginn flak danska glæsiskipsins Tordenskjold á botni Siglufjarðar. Skipið þjónaði danska sjóhernum um árabil en síðar sem birgðaskip í síldarhöfninni á Siglufirði á öðrum og þriðja áratug 20. aldar.

Karlar koma með fyrnd brot

Nær helmingur þolenda kynferðisbrota sem leitaði til Aflins á Akureyri á síðasta ári voru karlmenn. Alls leituðu 12 karlar og 14 konur til samtakanna í fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu. Starfsmenn Aflsins, sem eru samtök gegn kynferðisofbeldi, tóku 685 einkaviðtöl á árinu, en þau voru 427 árið 2010. Viðtölum fjölgaði því um rúm 60 prósent á milli ára.

Varðskipið Þór senn á heimleið

Reiknað er með að varðskipið Þór verði afhent Landhelgisgæslunni í vikunni og verði þá siglt heim til Íslands. Þór hefur verið í Bergen í Noregi frá 9. febrúar síðastliðinn þar sem skipt var um gallaða aðalvél í skipinu.

Bein útsending frá Landsdómi á Stöð 2 og Vísi

Bein útsending verður á Stöð tvö og á Vísi í dag þegar Landsdómur fellir dóm sinn yfir Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Útsendingin hefst klukkan 13:50 og verður rætt við þau Kristínu Edwald hæstaréttarlögmann og Guðna Th. Jóhannesson áður en skipt verður yfir í dómssalinn klukkan 14:00 þegar dómurinn verður lesinn upp.

Fegurðin skiptir miklu máli

Í húsinu númer átta við Hrannargötu á Ísafirði búa hjónin Nína Ivanova og Ómar Smári Kristinsson . Bæði eru þau listamenn og lífskúnstnerar. Hún sinnir mest grafískri hönnun og tölvan er hennar aðalgræja, hann málar hús, bæi og kort á pappír með handverkfærum og nostrar við hvert smáatriði. Gunnþóra Gunnarsdóttir kíkti í heimsókn til þeirra.

Jarðskjálftar höfðu áhrif á hús í Hveragerði

Smáskjálftavirknin við Hellisheiðarvirkjun síðasta haust hafði áhrif á hús í Hveragerði og ekki er hægt að útiloka að stærstu skjálftarnir hafi valdið skemmdum. Þetta eru niðurstöður greiningar sem unnin var á skjálftunum. Á annað hundrað skjálfta hafa mælst við virkjunina síðastliðinn sólahring.

Landsdómsmálið: Dómsuppsaga á morgun

Á morgun verður dómsuppsaga Landsdómsmálinu gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan tvö á morgun og verður bein útsending á Stöð 2 og fréttavef okkar Vísi.is.

Hnífamaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður sem stakk konu með hnífi í Kópavogi snemma í gærmorgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Frekari upplýsingar fást ekki um málið hjá lögreglu. Konan er á batavegi en hún hefur verið útskrifuð af gjörgæslu og liggur nú á almennri deild.

Á batavegi eftir hnífstungu

Konan sem var stungin með hnífi í Kópavogi snemma í gærmorgun er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu. Hún hefur verið útskrifuð af gjörgæslu og flutt á almennadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir árásina og fluttur í fangaklefa. Engar upplýsingar fást frá lögreglu um málið.

Margir tína rusl

Margir Reykvíkingar hafa farið út með ruslapoka í dag og tínt upp rusl víðsvegar um borgina en það er Grænn apríl sem stendur fyrir átakinu og Reykjavíkurborg aðstoðar svo íbúa við að losa sig við ruslapokana.

Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið.

Jarðskjálftar í Hveragerði

Mikil jarðskjálftavirkni var við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og í nótt og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftunum.

Þór kemur heim í vikunni

Varðskipið Þór fór í prufusiglingu í gær frá Bergen þar sem gerðar voru titrings- , eldsneytis- og hraðamælingar á ýmsum hröðum og undir misjöfnu álagi.

Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið

Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið.

Sól og blíða í skíðabrekkunum

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli voru opnuð klukkan tíu í morgun en á báðum stöðum er færi mjög gott, sól og blíða. Þá verður hægt að sækja skíðasvæðið á Siglufirði heim í dag en þar opna brekkurnar klukkan ellefu.

"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó"

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins.

Leitað að brennuvörgum

Kveikt var í dagblöðum í anddyri fjölbýlishúss í austurborginni rétt eftir miðnætti. Íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar lögreglu og slökkvilið bar að. Ekki er vitað hver var að verki.

Slagsmál í Engihjalla

Lögreglan höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um slagsmál í Engihjalla í Kópavogi og var einum skellt í járn þar sem hann truflaði störf lögreglumanna ítrekað á vettvangi.

Kynferðislegum myndum af íslenskum stúlkum dreift á netinu

Kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum, sem margar hverjar eru undir lögaldri, voru settar inn á íslenska deiliskrárvefinn Deildu.net í gær. Stjórendur síðunnar fjárlægðu efnið af vefnum og var aðgangur þess sem sendi efnið inn gerður óvirkur.

Mundi eyða meiri orku innanlands

Ari Trausti Guðmundsson er sjöundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands. Hann er bæði jarðeðlisfræðingur og skáld og segir Stíg Helgasyni frá því að fjölþætt reynsla mundi gagnast honum á Bessastöðum.

Fann notaðar sprautunálar við göngustíg

"Ég fór bara út að labba með stelpuna mína í dag þegar ég rakst þetta. Mér var svolítið brugðið,“ segir Gunnar Guðlaugsson, íbúi í Laugaráshverfinu í Reykjavík, sem rakst á notaðar sprautunálar og umbúðir við göngustíg í grennd við elliheimilið Hrafnistu eftir hádegið í dag.

Þrír með allar tölur réttar - fá 12,3 milljónir í sinn hlut

Þrír heppnir lottóspilarar skipta með sér 1. vinning í úrdrætti kvöldsins en um 39 milljónir voru í pottinum að þessu sinni. Hver og einn fær rúmlega 12,3 milljónir í sinn hlut. Einn spilarinn keypti miðann sinn á Select í Hraunbæ en hinir tveir voru með sína miða í áskrift. Þá voru einnig þrír með 4 af 5 tölum réttar og fá þeir 155 þúsund í sinn hlut hver.

Halda eftir 45 milljörðum þó útreikningar ráðuneytis séu leiðréttir

Í minnisblaði sjávarútvegsráðherra er því haldið fram að útgerðin í landinu muni halda eftir 53 milljörðum króna í hagnað fyrir skatta og eftir greiðslur veiðigjalds til ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjald. Útgerðarmenn gera alvarlegar athugasemdir við útreikningana, en sé miðað við þeirra útreikning eru þetta samt 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir.

Sjá næstu 50 fréttir