Innlent

"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó"

Jóhann Hauksson er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Jóhann Hauksson er upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins.

Þetta segir Jóhann Hauksson á Facebook-síðu sinni í morgun. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, var meinaður aðgangur að Kerinu í Grímsnesi í gær en Óskar sagði í samtali við fréttastofu að forsvarsmenn Kerfélagsins séu ekki hrifnir af stefnu kínverskra og íslenskra stjórnvalda. Í stað þess að fara með kínverska forsætisráðherrann í Kerið var farið á Flúðir, Selfoss og Hveragerði.

Stöðuuppfærsla Jóhanns í heild sinni: „Eins er farið með einkaeignarrétt á Kerinu, íslenskri náttúruperlu, og einkaeignarrétt á óveiddum fiski í sjó. Óskar Magnússon ver þann rétt gagnvart almannarétti, annars vegar sem landeigandi, hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×