Innlent

Slagsmál í Engihjalla

Lögreglan höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um slagsmál í Engihjalla í Kópavogi og var einum skellt í járn þar sem hann truflaði störf lögreglumanna ítrekað á vettvangi.

Karlmaður var handtekinn á miðnætti í Reykjavík grunaður um að hafa brotist inn og stolið munum á hóteli í miðborginni. Hann viðurkenndi brot sín en lögregla hefur ekki gefið frekari upplýsingar um málið.

Þá voru þrjár líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×