Fleiri fréttir Ölvaður klessti á ljósastaur þegar hann skipti um stöð Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut í Fossvogi um klukkan hálf tvö í dag en starfsmenn áreksturs.is fengu tilkynningu frá manni sem sagðist hafa ekið á ljósastaur þegar hann var að stilla útvarpið á bílnum sínum. 21.4.2012 14:18 Wen hlýlegur í viðmóti og spurði mikið um Þingvelli Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, mjög hlýlegan mann og hann hafi haft mikinn áhuga á því sem Þingvellir hafa fram að færa. 21.4.2012 13:45 Sjúklingum á Landspítalanum fjölgað Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum. Forstjóri spítalans segir spítalann þurfa að mæta þessu með því að gera breytingar á þjónustunni. 21.4.2012 13:00 Ræddu mannréttindamál mjög ítarlega Jóhanna Sigurðardótti forsætisráðherra vonast til þess að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína geti tekið gildi á næsta ári. Hún segir heimsókn kínverska forsætisráðherrans hafa styrkt mjög samvinnu og vinatengsl ríkjanna. 21.4.2012 12:05 Ástþór búinn að skila meðmælendalista Ástþór Magnússon hefur skilað meðmælendalista með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjörna landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ástþór sendi fjölmiðlum í nótt. 21.4.2012 11:45 "Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í" Forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna höfðu forystu um að samkomulag um Icesave var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu ESB að málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum. "Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri. 21.4.2012 10:10 Heimsótti Þingvelli - fer næst á Gullfoss og Geysi Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína tók daginn snemma og var mættur á Þingvelli í blíðskaparveðri rétt fyrir klukkan níu í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti honum en því næst gekk hann um svæðið með Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði. 21.4.2012 09:50 Neyðarblysunum líklega skotið upp í gleðskap Um fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit úti fyrir Straumsvík eftir að tilkynning barst um tvö neyðarblys á lofti með skömmu millibili rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík voru kallaðir út og var siglt með ströndinni allt frá Vogum á Vatnsleysuströnd og að Gróttu, sjö mílum frá landi. Þá tók þyrla Landshelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni. Klukkan korter yfir tólf var leitinni hætt en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mátu stjórnendur leitarinnar það svo að þessum blysum hefði verið skotið upp frá landi í einhverjum gleðskap. 21.4.2012 09:41 Kona stungin með hnífi Ráðist var á konu í Kópavogi og hún stungin með hnífi rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Hún var flutt á slysadeild en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu. 21.4.2012 09:16 Forsetinn hefur náðað 45 Embætti forseta Íslands hefur náðað 45 dæmda einstaklinga síðan árið 1996. 122 manns voru náðaðir á tímabilinu 1980 til 1995. Alls hafa 513 umsóknir um náðun borist síðan árið 1993 og voru 54 samþykktar. 21.4.2012 09:00 Yrði mikil þjónustuskerðing við neytendur Áform Endurvinnslunnar um að hætta samstarfi við Sorpu um móttöku á endurvinnanlegum drykkjarumbúðum myndu skerða þjónustu við neytendur og gengju gegn hugmyndum um að draga úr notkun á einkabílum, segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Sorpu. 21.4.2012 10:30 Smithætta frá hreindýrum aldrei sönnuð Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rannsóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra. 21.4.2012 10:00 Reiknar útgerðinni 70% af 75 milljarða hagnaði 2011 Sjávarútvegsfyrirtæki halda eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Ríkið fær tæp 30% eða 21,5 milljarða. Gengur þvert á útreikninga banka og endurskoðunarfyrirtækis. 21.4.2012 09:30 Mæla gegn aðskilnaði á bankastarfsemi Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi myndi fela í sér umtalsverðan kostnað fyrir lántakendur og fjármagnseigendur. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem gefið hefur út skýrslu um þá hugmynd að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. 21.4.2012 09:00 Neyðarvistunum gæti fjölgað Meðferðardeildin á Stuðlum verður lokuð allan júlí vegna sumarleyfis starfsfólks. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert og var ákvörðunin tekin til að hagræða og bæta meðferðina. 21.4.2012 09:00 Land er víða viðkvæmt núna Umhverfismál Umhverfisstofnun minnir á að frost er nú víða farið úr jörð og landið viðkvæmt fyrir utanvegaakstri, jafnvel þó snjóhula liggi yfir. 21.4.2012 08:30 Flokkast ekki sem einkaframkvæmd Frumvarp um heimild til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga er á dagskrá Alþingis á þriðjudag. Málið vék fyrir öðrum fyrir helgi. Frumvarpið er umdeilt og vafi á hvort göngin falli í flokk einkaframkvæmda. 21.4.2012 08:00 Ekki tilefni til að bregðast við Fjölmiðlanefnd telur ekki tilefni til að bregðast við vegna fyrirspurnar sem Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sendi nefndinni. Óskar hann eftir áliti nefndarinnar á nokkrum atriðum, fyrst og fremst varðandi Ríkisútvarpið. 21.4.2012 08:00 Neyðarblys á loft úti fyrir Straumsvík Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar à höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar ùt vegna neyðarblys sem sàst à lofti útifyrir Straumsvík rètt fyrir klukkan tíu í kvöld. 20.4.2012 22:54 Steindinn okkar snýr aftur - tökur á þriðju þáttaröð hafnar Tökur standa nú yfir á þriðju og mögulega síðustu þáttaröðinni með Steindanum okkar. Ísland í dag leit við á tökustað og ræddi við Steinda. 20.4.2012 21:00 Lækningamáttur aspirins rannsakaður Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um jákvæð og neikvæð áhrif aspiríns. 20.4.2012 20:30 Rukkið veggjaldið bara lengur ef það dugar ekki Stjórnarfrumvarp um að ríkissjóður ábyrgist lán til Vaðlaheiðarganga er komið á dagskrá Alþingis. Forseti bæjarstjórnar Norðurþings, Gunnlaugur Stefánsson, segir einfalt mál að lengja í lánunum ef veggjöld verða undir áætlunum og skorar á stjórnvöld að koma verkinu í gang. 20.4.2012 20:15 Leirfok sem Ómar kvikmyndar sést ekki á rykmælum Ómar Ragnarsson segir leirstorma geisa við Hálslón á sumrin og svo komi til með að vera um alla framtíð. Þeir koma hins vegar ekki fram á mælum og telur Ómar ástæðuna vera þá að Landgræðslan mæli aðeins það ryk sem falli til jarðar en ekki það sem fjúki. 20.4.2012 19:30 Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís Nóa Kropp og Freyju Hrís innihalda erfðabreytt matvæli, og eru nú merkt þannig á umbúðum í samræmi við nýlega reglugerð. Freyja þarf að henda talsverðu magni af umbúðum, sem nú eru úreltar. 20.4.2012 19:00 Segir mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða vera stríðsyfirlýsingu Löggjöf sem Evrópusambandið undirbýr, sem felur í sér mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga, er yfirlýsing um viðskiptastríð að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 20.4.2012 18:45 Mótmæla hörku kínverja í garð Tíbeta Um 40 mótmælendur eru nú saman komnir fyrir utan Hörpuna. Hópurinn mótmælir vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 17:52 Samningar undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. 20.4.2012 17:35 Stálu 25 kílóum af gasi Þjófar stálu samtals 25 kílóum af gasi frá fyrirtæki í Reykjanesbæ fyrr í vikunni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt í sundur lás á geymslugrind sem er á bak við fyrirtækið og komist þannig inn í hana. 20.4.2012 16:44 Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20.4.2012 15:35 Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20.4.2012 15:25 Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? Lesendur Vísis geta í dag og fram yfir helgi tekið þátt í könnun á vefnum og látið í ljós skoðun sína á því hver eigi að verða næsti forseti Íslands. Sjö hafa þegar tilkynnt um framboð sitt en framboðsfrestur rennur út 25. maí. Sjálfar kosningarnar verða síðan á laugardaginn 30. júní. 20.4.2012 15:11 Aukning á slysum og tjónum vegna rafvespa Tryggingafélagið Sjóvá finnur fyrir aukningu á slysum og tjónum vegna notkunar rafvespa hér á landi. Ástæðan er fyrst og fremst mikil aukning á rafvespum í umferð hér á landi. Helstu notendur rafvespa eru unglingar sem ekki hafa fengið kennslu til þess að stjórna vélknúnum ökutækjum í umferðinni. 20.4.2012 15:06 Jóhanna tók á móti Wen Jiabao Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var á Keflavíkurflugvelli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lenti ásamt föruneyti sínu. Sendinefndin kom með Boeing 747 þotu. Jiabao mun heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í kvöld. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar tekið er á móti Jiabao í Keflavík. 20.4.2012 14:38 Súlukóngurinn með stóra hjartað Það er óhætt að segja að Ásgeir Þór Davíðsson hafi verið umdeildur maður. Hann rak lengi vel nektardansstaði og hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem fylgdu ekki alltaf meginstraumi þjóðfélagsins. Samferðarfólk hans segir Ásgeir hafa verið með stórt hjarta fjölskyldukær og ættrækinn. Og hann var góður við náungann að sögn þeirra sem til hans þekktu. 20.4.2012 13:57 Ronan Keating mætir á Þjóðhátíð Poppstjarnan Ronan Keating hefur boðað komu sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptuleggjendum hátíðarinnar en Keating kemur til Eyja ásamt tíu manna hljómsveit. 20.4.2012 13:45 Eldur í bíl við Sporðagrunn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir skömmu en tilkynnt var um eld í bifreið við Sporðagrunn. Nánar verður sagt frá málinu síðar. 20.4.2012 13:35 Færðu íslensku þjóðinni augnlækningatæki Lionshreyfingin í Íslandi færði í morgun íslensku þjóðinni að gjöf augnlækningatæki sem nú sárvantar á Landspítalann. Þetta er gert í tilefni af 60 ára afmæli Lions hér á landi. Viðstaddur afhendinguna var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, en hann er heiðursgestur afmælisþingsins sem hefst 20 í dag. 20.4.2012 13:23 Öldruð hjón týndu 3000 evrum á Suðurlandi Hjón á áttræðisaldri týndu umslagi sem í voru 3000 evrur mest í 200 evru seðlum síðdegis í fyrradag. Hjónin fóru í Íslandsbanka á Selfossi á milli klukkan 14 og 16 á miðvikudag þar sem þau tóku út gjaldeyrinn til að nota í utanlandsferð sem þau voru á leið í. Þegar þau voru að búa sig til ferðarinnar í gær fundu þau ekki umslagið með gjaldeyrinum. Hugsanlegt er að umslagið hafi glatast á Selfossi eða í Hveragerði. Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér á þessum tilgreindu stöðum og líta eftir umslagi sem hugsanlega gæti legið í götunni, í görðum eða annars staðar og hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 finnist umslagið með evrunum. 20.4.2012 12:57 Boða til mótmæla við Hörpuna vegna Tíbets Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpuna síðar í dag á meðan á veislu til heiðurs forsætisráherra Kína stendur. Hópurinn ætlar að mómæla vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 12:28 Sóttu rúmar 100 milljónir til Íslenskrar getspár Hjón sem unnu 108 milljónir í Víkingalottói á dögunum mættu til Getspár í morgun að vitja vinnings síns. Húsbóndinn hafði keypt 5 raða Víkingalottómiða í Olís Akureyri og vann stærsta happadrættisvinning sem hefur unnist á Íslandi. Hjónin hafa ákveðið að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af vinningnum. 20.4.2012 11:33 Enginn eldur á Ásbrú - bara háþrýstiþvottur Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, en þar var tilkynnt um reyk undan þaki húss. Þegar þeir mættu á staðinn kom í ljós að enginn eldur var laus en verið var að háþrýstiþvo húsið. Við það myndaðist einskonar vatnsgufa sem einhver hélt að væri reykur og því var liðið kallað út. 20.4.2012 11:31 Geiri á Goldfinger látinn Ásgeir Þór Davíðsson lést seint í gærkvöldi. Ásgeir, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, var 62 ára gamall þegar hann lést. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum bæjarins en hann rak umdeildan nektardansstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 20.4.2012 11:04 Amnesty boðar til mótmæla við Shell bensínstöðina á Vesturlandsvegi Nýstofnuð Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir svokallaðri "hreinsunaraðgerð" á Shell bensínstöðinni við Vesturlandsveg þann 22. apríl næstkomandi. 20.4.2012 10:59 Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20.4.2012 10:01 Vill reglur um aðgang allra að landsleikjum "Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá,“ segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. 20.4.2012 09:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ölvaður klessti á ljósastaur þegar hann skipti um stöð Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut í Fossvogi um klukkan hálf tvö í dag en starfsmenn áreksturs.is fengu tilkynningu frá manni sem sagðist hafa ekið á ljósastaur þegar hann var að stilla útvarpið á bílnum sínum. 21.4.2012 14:18
Wen hlýlegur í viðmóti og spurði mikið um Þingvelli Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, mjög hlýlegan mann og hann hafi haft mikinn áhuga á því sem Þingvellir hafa fram að færa. 21.4.2012 13:45
Sjúklingum á Landspítalanum fjölgað Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum. Forstjóri spítalans segir spítalann þurfa að mæta þessu með því að gera breytingar á þjónustunni. 21.4.2012 13:00
Ræddu mannréttindamál mjög ítarlega Jóhanna Sigurðardótti forsætisráðherra vonast til þess að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína geti tekið gildi á næsta ári. Hún segir heimsókn kínverska forsætisráðherrans hafa styrkt mjög samvinnu og vinatengsl ríkjanna. 21.4.2012 12:05
Ástþór búinn að skila meðmælendalista Ástþór Magnússon hefur skilað meðmælendalista með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjörna landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ástþór sendi fjölmiðlum í nótt. 21.4.2012 11:45
"Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í" Forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna höfðu forystu um að samkomulag um Icesave var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu ESB að málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum. "Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri. 21.4.2012 10:10
Heimsótti Þingvelli - fer næst á Gullfoss og Geysi Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína tók daginn snemma og var mættur á Þingvelli í blíðskaparveðri rétt fyrir klukkan níu í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti honum en því næst gekk hann um svæðið með Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði. 21.4.2012 09:50
Neyðarblysunum líklega skotið upp í gleðskap Um fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit úti fyrir Straumsvík eftir að tilkynning barst um tvö neyðarblys á lofti með skömmu millibili rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík voru kallaðir út og var siglt með ströndinni allt frá Vogum á Vatnsleysuströnd og að Gróttu, sjö mílum frá landi. Þá tók þyrla Landshelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni. Klukkan korter yfir tólf var leitinni hætt en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mátu stjórnendur leitarinnar það svo að þessum blysum hefði verið skotið upp frá landi í einhverjum gleðskap. 21.4.2012 09:41
Kona stungin með hnífi Ráðist var á konu í Kópavogi og hún stungin með hnífi rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Hún var flutt á slysadeild en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu. 21.4.2012 09:16
Forsetinn hefur náðað 45 Embætti forseta Íslands hefur náðað 45 dæmda einstaklinga síðan árið 1996. 122 manns voru náðaðir á tímabilinu 1980 til 1995. Alls hafa 513 umsóknir um náðun borist síðan árið 1993 og voru 54 samþykktar. 21.4.2012 09:00
Yrði mikil þjónustuskerðing við neytendur Áform Endurvinnslunnar um að hætta samstarfi við Sorpu um móttöku á endurvinnanlegum drykkjarumbúðum myndu skerða þjónustu við neytendur og gengju gegn hugmyndum um að draga úr notkun á einkabílum, segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Sorpu. 21.4.2012 10:30
Smithætta frá hreindýrum aldrei sönnuð Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rannsóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra. 21.4.2012 10:00
Reiknar útgerðinni 70% af 75 milljarða hagnaði 2011 Sjávarútvegsfyrirtæki halda eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Ríkið fær tæp 30% eða 21,5 milljarða. Gengur þvert á útreikninga banka og endurskoðunarfyrirtækis. 21.4.2012 09:30
Mæla gegn aðskilnaði á bankastarfsemi Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi myndi fela í sér umtalsverðan kostnað fyrir lántakendur og fjármagnseigendur. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem gefið hefur út skýrslu um þá hugmynd að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka. 21.4.2012 09:00
Neyðarvistunum gæti fjölgað Meðferðardeildin á Stuðlum verður lokuð allan júlí vegna sumarleyfis starfsfólks. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert og var ákvörðunin tekin til að hagræða og bæta meðferðina. 21.4.2012 09:00
Land er víða viðkvæmt núna Umhverfismál Umhverfisstofnun minnir á að frost er nú víða farið úr jörð og landið viðkvæmt fyrir utanvegaakstri, jafnvel þó snjóhula liggi yfir. 21.4.2012 08:30
Flokkast ekki sem einkaframkvæmd Frumvarp um heimild til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga er á dagskrá Alþingis á þriðjudag. Málið vék fyrir öðrum fyrir helgi. Frumvarpið er umdeilt og vafi á hvort göngin falli í flokk einkaframkvæmda. 21.4.2012 08:00
Ekki tilefni til að bregðast við Fjölmiðlanefnd telur ekki tilefni til að bregðast við vegna fyrirspurnar sem Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sendi nefndinni. Óskar hann eftir áliti nefndarinnar á nokkrum atriðum, fyrst og fremst varðandi Ríkisútvarpið. 21.4.2012 08:00
Neyðarblys á loft úti fyrir Straumsvík Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar à höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar ùt vegna neyðarblys sem sàst à lofti útifyrir Straumsvík rètt fyrir klukkan tíu í kvöld. 20.4.2012 22:54
Steindinn okkar snýr aftur - tökur á þriðju þáttaröð hafnar Tökur standa nú yfir á þriðju og mögulega síðustu þáttaröðinni með Steindanum okkar. Ísland í dag leit við á tökustað og ræddi við Steinda. 20.4.2012 21:00
Lækningamáttur aspirins rannsakaður Vilhjálmur Ari Arason, heimilislæknir, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um jákvæð og neikvæð áhrif aspiríns. 20.4.2012 20:30
Rukkið veggjaldið bara lengur ef það dugar ekki Stjórnarfrumvarp um að ríkissjóður ábyrgist lán til Vaðlaheiðarganga er komið á dagskrá Alþingis. Forseti bæjarstjórnar Norðurþings, Gunnlaugur Stefánsson, segir einfalt mál að lengja í lánunum ef veggjöld verða undir áætlunum og skorar á stjórnvöld að koma verkinu í gang. 20.4.2012 20:15
Leirfok sem Ómar kvikmyndar sést ekki á rykmælum Ómar Ragnarsson segir leirstorma geisa við Hálslón á sumrin og svo komi til með að vera um alla framtíð. Þeir koma hins vegar ekki fram á mælum og telur Ómar ástæðuna vera þá að Landgræðslan mæli aðeins það ryk sem falli til jarðar en ekki það sem fjúki. 20.4.2012 19:30
Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís Nóa Kropp og Freyju Hrís innihalda erfðabreytt matvæli, og eru nú merkt þannig á umbúðum í samræmi við nýlega reglugerð. Freyja þarf að henda talsverðu magni af umbúðum, sem nú eru úreltar. 20.4.2012 19:00
Segir mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða vera stríðsyfirlýsingu Löggjöf sem Evrópusambandið undirbýr, sem felur í sér mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga, er yfirlýsing um viðskiptastríð að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 20.4.2012 18:45
Mótmæla hörku kínverja í garð Tíbeta Um 40 mótmælendur eru nú saman komnir fyrir utan Hörpuna. Hópurinn mótmælir vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 17:52
Samningar undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. 20.4.2012 17:35
Stálu 25 kílóum af gasi Þjófar stálu samtals 25 kílóum af gasi frá fyrirtæki í Reykjanesbæ fyrr í vikunni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt í sundur lás á geymslugrind sem er á bak við fyrirtækið og komist þannig inn í hana. 20.4.2012 16:44
Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20.4.2012 15:35
Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20.4.2012 15:25
Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? Lesendur Vísis geta í dag og fram yfir helgi tekið þátt í könnun á vefnum og látið í ljós skoðun sína á því hver eigi að verða næsti forseti Íslands. Sjö hafa þegar tilkynnt um framboð sitt en framboðsfrestur rennur út 25. maí. Sjálfar kosningarnar verða síðan á laugardaginn 30. júní. 20.4.2012 15:11
Aukning á slysum og tjónum vegna rafvespa Tryggingafélagið Sjóvá finnur fyrir aukningu á slysum og tjónum vegna notkunar rafvespa hér á landi. Ástæðan er fyrst og fremst mikil aukning á rafvespum í umferð hér á landi. Helstu notendur rafvespa eru unglingar sem ekki hafa fengið kennslu til þess að stjórna vélknúnum ökutækjum í umferðinni. 20.4.2012 15:06
Jóhanna tók á móti Wen Jiabao Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var á Keflavíkurflugvelli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lenti ásamt föruneyti sínu. Sendinefndin kom með Boeing 747 þotu. Jiabao mun heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í kvöld. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar tekið er á móti Jiabao í Keflavík. 20.4.2012 14:38
Súlukóngurinn með stóra hjartað Það er óhætt að segja að Ásgeir Þór Davíðsson hafi verið umdeildur maður. Hann rak lengi vel nektardansstaði og hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem fylgdu ekki alltaf meginstraumi þjóðfélagsins. Samferðarfólk hans segir Ásgeir hafa verið með stórt hjarta fjölskyldukær og ættrækinn. Og hann var góður við náungann að sögn þeirra sem til hans þekktu. 20.4.2012 13:57
Ronan Keating mætir á Þjóðhátíð Poppstjarnan Ronan Keating hefur boðað komu sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptuleggjendum hátíðarinnar en Keating kemur til Eyja ásamt tíu manna hljómsveit. 20.4.2012 13:45
Eldur í bíl við Sporðagrunn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir skömmu en tilkynnt var um eld í bifreið við Sporðagrunn. Nánar verður sagt frá málinu síðar. 20.4.2012 13:35
Færðu íslensku þjóðinni augnlækningatæki Lionshreyfingin í Íslandi færði í morgun íslensku þjóðinni að gjöf augnlækningatæki sem nú sárvantar á Landspítalann. Þetta er gert í tilefni af 60 ára afmæli Lions hér á landi. Viðstaddur afhendinguna var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, en hann er heiðursgestur afmælisþingsins sem hefst 20 í dag. 20.4.2012 13:23
Öldruð hjón týndu 3000 evrum á Suðurlandi Hjón á áttræðisaldri týndu umslagi sem í voru 3000 evrur mest í 200 evru seðlum síðdegis í fyrradag. Hjónin fóru í Íslandsbanka á Selfossi á milli klukkan 14 og 16 á miðvikudag þar sem þau tóku út gjaldeyrinn til að nota í utanlandsferð sem þau voru á leið í. Þegar þau voru að búa sig til ferðarinnar í gær fundu þau ekki umslagið með gjaldeyrinum. Hugsanlegt er að umslagið hafi glatast á Selfossi eða í Hveragerði. Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér á þessum tilgreindu stöðum og líta eftir umslagi sem hugsanlega gæti legið í götunni, í görðum eða annars staðar og hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 finnist umslagið með evrunum. 20.4.2012 12:57
Boða til mótmæla við Hörpuna vegna Tíbets Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpuna síðar í dag á meðan á veislu til heiðurs forsætisráherra Kína stendur. Hópurinn ætlar að mómæla vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 12:28
Sóttu rúmar 100 milljónir til Íslenskrar getspár Hjón sem unnu 108 milljónir í Víkingalottói á dögunum mættu til Getspár í morgun að vitja vinnings síns. Húsbóndinn hafði keypt 5 raða Víkingalottómiða í Olís Akureyri og vann stærsta happadrættisvinning sem hefur unnist á Íslandi. Hjónin hafa ákveðið að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af vinningnum. 20.4.2012 11:33
Enginn eldur á Ásbrú - bara háþrýstiþvottur Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, en þar var tilkynnt um reyk undan þaki húss. Þegar þeir mættu á staðinn kom í ljós að enginn eldur var laus en verið var að háþrýstiþvo húsið. Við það myndaðist einskonar vatnsgufa sem einhver hélt að væri reykur og því var liðið kallað út. 20.4.2012 11:31
Geiri á Goldfinger látinn Ásgeir Þór Davíðsson lést seint í gærkvöldi. Ásgeir, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, var 62 ára gamall þegar hann lést. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum bæjarins en hann rak umdeildan nektardansstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 20.4.2012 11:04
Amnesty boðar til mótmæla við Shell bensínstöðina á Vesturlandsvegi Nýstofnuð Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir svokallaðri "hreinsunaraðgerð" á Shell bensínstöðinni við Vesturlandsveg þann 22. apríl næstkomandi. 20.4.2012 10:59
Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20.4.2012 10:01
Vill reglur um aðgang allra að landsleikjum "Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá,“ segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. 20.4.2012 09:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent