Innlent

Tilboðið var 18% undir kostnaði

Herjólfur í Bakkafjöru
Eimskip átti lægsta boð í rekstur Herjólfs og samskip næstlægsta boð.
Fréttablaðið/Arnþór
Herjólfur í Bakkafjöru Eimskip átti lægsta boð í rekstur Herjólfs og samskip næstlægsta boð. Fréttablaðið/Arnþór
Vegagerðin hefur tekið tilboði Eimskips um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs árin 2012 til 2014. „Tilboðið, við seinni opnun, hljóðaði upp á 681 milljón króna,“ segir í frétt á vef Vegagerðarinnar, en ganga á frá samningi um rekstur ferjunnar í vikunni. „Siglingar Herjólfs verða því óbreyttar í höndum Eimskips til 1. júní 2014,“ segir í frétt Vegagerðarinnar.

Áætlaður verktakakostnaður er sagður hafa numið um 832 milljónum króna og því hafi tilboð Eimskips verið um 18 prósentum undir því.

Seinni opnun tilboða fór fram 13. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar.

Alls buðu þrír í reksturinn, Eimskip, Samskip og Sæferðir í Snæfellsbæ. Síðastnefnda fyrirtækið var jafnframt með tvö fráviksboð, þannig að alls voru fimm boð í reksturinn.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×