Innlent

Geir Haarde mættur í Landsdóm - Bein útsending

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einungis örfáar mínútur eru í að Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, gerir kunnugt um niðurstöðu dómsins í máli Alþingis gegn Geir. Niðurstaðan verður lesin upp klukkan tvö.

Geir er mættur í Þjóðmenningarhúsið og fjölskylda hans hefur þegar komið sér fyrir í dómssalnum til að vera honum til halds og trausts. Búast má við því að fjölmargir aðrir verið viðstaddir dómsuppkvaðninguna.

Eins og fram hefur komið verður bein útsending hér á Vísi og líka á Stöð 2. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" þegar klukkan verður tíu mínútur í tvö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×