Halda eftir 45 milljörðum þó útreikningar ráðuneytis séu leiðréttir Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2012 18:43 Í minnisblaði sjávarútvegsráðherra er því haldið fram að útgerðin í landinu muni halda eftir 53,5 milljörðum króna í hagnað fyrir skatta og eftir greiðslur veiðigjalds til ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjald. Útgerðarmenn gera alvarlegar athugasemdir við útreikningana, en sé miðað við þeirra útreikning eru þetta samt 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá áhrifum veiðigjalds á útvegsfyrirtæki miðað við útreikninga sjávarútvegsráðuneytisins en þar segir að samkvæmt því haldi útvegsfyrirtæki eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 þrátt fyrir veiðigjöld samkvæmt nýju frumvarpi.Ekkert leyndarmál Þetta er byggt á minnisblaði sem nokkrir starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins unnu fyrir atvinnuveganefnd Alþingis. Útvegsmenn hafa hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við útreikningana samkvæmt minnisblaðinu. Þarna sé miðað við framlegð ekki hagnað og ekki tekið tillit til afskrifta og fjármagnsliða. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ekki sé tekið tillit til fjármagnsliða og afskrifta þar sem það er beinlínis tekið fram í minnisblaðinu, sem hér sést (sjá myndskeið með frétt) að um rekstrarhagnað fyrir skatta sé að ræða. Útvegsmenn segja að þessi fjárhæði lækki mikið þegar afskriftir og fjármagnsliðir séu teknir með. Þá setja þeir einnig spurningamerki við fjárhæðirnar.Beinlínis rangt, segir talsmaður útgerðarmanna Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir útreikninginn beinlínis rangan. Í fyrsta lagi sé talað um 60 prósent veiðigjald, en eðlilegra sé að reikna út frá 70 prósentum sem er hlutfallið þegar lögin eru að fullu komin til framkvæmda. Þá sé veiðigjaldið 29,7 milljarðar króna á árinu 2011 en ekki 21,5 milljarðar króna. Miðað við þessa leiðréttingu eru þetta samt um 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir, séu þessar forsendur réttar. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er útreikningurinn byggður á tölum Hagstofunnar. Þessi niðurstaða ráðuneytisins er hins vegar að nokkru á skjön við útreikninga Deloitte, Íslandsbanka og Landsbankans um veiðigjaldið. Sérfræðingar ráðuneytisins, sem hafa legið yfir ársreikningum útgerðarfyrirtækja, klóra sér í kollinum yfir gífurlegri skuldsetningu sumra útvegsfyrirtækja vegna fjárfestinga í ótengdum greinum. Dæmi eru nefnd um útgerðarfyrirtæki sem skuldar tólf milljarða en var með tekjur upp á sjö milljarða króna á síðasta ári, án þess að séð verði með nokkru móti hvernig þessar skuldir urðu til þar sem útgerðarfloti fyrirtækisins sé meira en 30 ára gamall. Sjávarútvegsráðuneytið hefur jafnframt gert alvarlegar athugasemdir við framsetningu útreikninga fyrirtækja eins og Deloitte, sem í sínum útreikningum á áhrifum veiðigjaldsins taki aðeins tillit til tekna útvegsfyrirtækja af veiðum og vinnslu en taki alla skuldsetningu með í reikninginn, sama hvernig slíkar skuldir urðu til. Forsvarsmenn Deloitte hafa að vísu svarað þessari gagnrýni og segjast standa við útreikninga sína. Friðrik J. Arngrímsson segir hvimleitt að útgerðarmenn og sérfræðingar ráðuneytisins séu að takast á um tölur og staðreyndir í fjölmiðlum. Hægt hefði verið að leysa þessi mál í sátt. Hann segir að eftir að frumvörp til heildarlaga annars vegar og veiðigjalds hins vegar voru lögð fram hafi verið óskað eftir skipun óháðs sérfræðingahóps til að meta áhrif frumvarpanna á einstaka fyrirtæki. Þessari beiðni hafi verið komið á framfæri við atvinnuveganefnd Alþingis, en henni hafi verið hafnað. Hið rétta er hins vegar að atvinnuveganefnd skipaði þrjá sérfræðinga til að meta áhrif frumvarpanna, þó nefndin hafi ekki haft sérstakt samráð við útvegsmenn þegar ákveðið var til hverra ætti að leita, en þetta eru þeir Daði Már Kristófersson, Þóroddur Bjarnason og Stefán Gunnlaugsson. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira
Í minnisblaði sjávarútvegsráðherra er því haldið fram að útgerðin í landinu muni halda eftir 53,5 milljörðum króna í hagnað fyrir skatta og eftir greiðslur veiðigjalds til ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjald. Útgerðarmenn gera alvarlegar athugasemdir við útreikningana, en sé miðað við þeirra útreikning eru þetta samt 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá áhrifum veiðigjalds á útvegsfyrirtæki miðað við útreikninga sjávarútvegsráðuneytisins en þar segir að samkvæmt því haldi útvegsfyrirtæki eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 þrátt fyrir veiðigjöld samkvæmt nýju frumvarpi.Ekkert leyndarmál Þetta er byggt á minnisblaði sem nokkrir starfsmenn sjávarútvegsráðuneytisins unnu fyrir atvinnuveganefnd Alþingis. Útvegsmenn hafa hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við útreikningana samkvæmt minnisblaðinu. Þarna sé miðað við framlegð ekki hagnað og ekki tekið tillit til afskrifta og fjármagnsliða. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ekki sé tekið tillit til fjármagnsliða og afskrifta þar sem það er beinlínis tekið fram í minnisblaðinu, sem hér sést (sjá myndskeið með frétt) að um rekstrarhagnað fyrir skatta sé að ræða. Útvegsmenn segja að þessi fjárhæði lækki mikið þegar afskriftir og fjármagnsliðir séu teknir með. Þá setja þeir einnig spurningamerki við fjárhæðirnar.Beinlínis rangt, segir talsmaður útgerðarmanna Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, segir útreikninginn beinlínis rangan. Í fyrsta lagi sé talað um 60 prósent veiðigjald, en eðlilegra sé að reikna út frá 70 prósentum sem er hlutfallið þegar lögin eru að fullu komin til framkvæmda. Þá sé veiðigjaldið 29,7 milljarðar króna á árinu 2011 en ekki 21,5 milljarðar króna. Miðað við þessa leiðréttingu eru þetta samt um 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir, séu þessar forsendur réttar. Samkvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er útreikningurinn byggður á tölum Hagstofunnar. Þessi niðurstaða ráðuneytisins er hins vegar að nokkru á skjön við útreikninga Deloitte, Íslandsbanka og Landsbankans um veiðigjaldið. Sérfræðingar ráðuneytisins, sem hafa legið yfir ársreikningum útgerðarfyrirtækja, klóra sér í kollinum yfir gífurlegri skuldsetningu sumra útvegsfyrirtækja vegna fjárfestinga í ótengdum greinum. Dæmi eru nefnd um útgerðarfyrirtæki sem skuldar tólf milljarða en var með tekjur upp á sjö milljarða króna á síðasta ári, án þess að séð verði með nokkru móti hvernig þessar skuldir urðu til þar sem útgerðarfloti fyrirtækisins sé meira en 30 ára gamall. Sjávarútvegsráðuneytið hefur jafnframt gert alvarlegar athugasemdir við framsetningu útreikninga fyrirtækja eins og Deloitte, sem í sínum útreikningum á áhrifum veiðigjaldsins taki aðeins tillit til tekna útvegsfyrirtækja af veiðum og vinnslu en taki alla skuldsetningu með í reikninginn, sama hvernig slíkar skuldir urðu til. Forsvarsmenn Deloitte hafa að vísu svarað þessari gagnrýni og segjast standa við útreikninga sína. Friðrik J. Arngrímsson segir hvimleitt að útgerðarmenn og sérfræðingar ráðuneytisins séu að takast á um tölur og staðreyndir í fjölmiðlum. Hægt hefði verið að leysa þessi mál í sátt. Hann segir að eftir að frumvörp til heildarlaga annars vegar og veiðigjalds hins vegar voru lögð fram hafi verið óskað eftir skipun óháðs sérfræðingahóps til að meta áhrif frumvarpanna á einstaka fyrirtæki. Þessari beiðni hafi verið komið á framfæri við atvinnuveganefnd Alþingis, en henni hafi verið hafnað. Hið rétta er hins vegar að atvinnuveganefnd skipaði þrjá sérfræðinga til að meta áhrif frumvarpanna, þó nefndin hafi ekki haft sérstakt samráð við útvegsmenn þegar ákveðið var til hverra ætti að leita, en þetta eru þeir Daði Már Kristófersson, Þóroddur Bjarnason og Stefán Gunnlaugsson. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Sjá meira