Mundi eyða meiri orku innanlands Stígur Helgason skrifar 21. apríl 2012 22:00 Ari hefur starfað sem jarðvísindamaður, kennari, dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, skrifað bæði skáldverk og fræðirit, verið veðurfréttamaður og unnið við ferðaþjónustu. Mynd/HAG Ari Trausti Guðmundsson er sjöundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands. Hann er bæði jarðeðlisfræðingur og skáld og segir Stíg Helgasyni frá því að fjölþætt reynsla mundi gagnast honum á Bessastöðum. Enn bætist í hóp frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Sá nýjasti er jarðeðlisfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson sem á sumardaginn fyrsta tilkynnti opinberlega, eftir vandlega yfirlegu, að hann gæfi kost á sér. En af hverju? „Það var nú fyrst og fremst löngun til að gegna þessu embætti. Ég hef haft þennan samfélagsáhuga í áratugi - hef ekki skipt mér af stjórnmálum í 35 ár og hef ekki haft hug á því í sjálfu sér - en mér fannst hins vegar að ég gæti gert gagn í þessu embætti," svarar Ari. Hann hafi líka fengið klapp á bakið frá fjölda fólks og vitanlega þurft að leggjast yfir málið með fjölskyldunni, enda sé þetta stórt skref. „Niðurstaðan af þessu öllu saman varð sú að ég hef löngun, ég hef reynslu og þekkingu - við getum bara kallað það hæfileika, það er óþarfi að fela það - ég hef mjög mikla reynslu af útlöndum og tala fimm tungumál mjög vel, þannig að mér fannst vera rými fyrir mig við hliðina á því fólki sem er þegar komið fram." Sumum finnst Ari hins vegar heldur seinn á ferðinni inn í baráttuna. Því er hann ósammála. „Það getur enginn, hvorki stjórnmálafræðingur né almannatengill né frambjóðandi ráðið í þetta sérstaka landslag. Þetta er eina þjóðkjörna embætti landsins. Fólk hefur mjög ólíka mynd af forsetanum og misjafnar skoðanir á hlutverki hans og framgöngu og svo framvegis. Þannig að á meðan það er ráðrúm til að gera það sem þarf þá tel ég að tíminn skipti ekki öllu máli, heldur meira hvað þú stendur fyrir. Þess vegna tel ég víst að ég sé alls ekki of seinn."Vill afturhvarf til náttúrunnar Spurður hvert hann telji hlutverk forsetans eiga að vera segir Ari að það sé vitanlega margþætt. „Forsetinn hefur mjög stórt starfssvið. Það er fátt sem honum er óviðkomandi í raun. Hann er bæði hluti af löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu og hefur tengingu inn í hvort tveggja. Hann hefur tengingu inn í þjóðkirkjuna, á að vernda hana og styðja, og hann á í samskiptum við erlend ríki. Þannig að þetta eru mörg hlutverk. En ef maður ætlaði að reyna að draga þetta allt saman þá er ég sammála þeim sem hafa sagt að eina hugtakið sem nær utan um þetta starf sé: þjóðkjörinn trúnaðarmaður. Forsetinn verður að hefja sig upp yfir flokkspólitík. Hann er á kafi í almennri pólitík - því að allt eru jú stjórnmál, eins og einhver sagði. Hann laðar fram umræður og samræður, efnir til þeirra, spyr erfiðu spurninganna, kemur með hugmyndir að lausnum og ýtir undir þetta lýðræðislega sem þarf til þess að búa til málamiðlunarlausnir - ég kalla það ekki að sætta hópa því að þú sættir í rauninni ekki ólíka þjóðfélagshópa sem hafa verið til í landinu í áratugi eða aldir. Það þarf miklu meira til þess." Ari hefur sent frá sér tíu skáldverk og telur að það yrði embættinu til framdráttar. „Ég hef nefnt að það væri í sjálfu sér ágætt að hafa skáld í þessu hlutverki vegna þess að það þarf aðeins að vökva svolitlum anda inn í þetta efniskennda sem hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Maður finnur að það hafa opnast glufur í hjörtum manna sem eru að kalla á eitthvað upprunalegt, eitthvað sem er ekki eins handfast og fjármunir eða fasteignir - svolítið afturhvarf til náttúrunnar í jákvæðum skilningi. Mér hugnast þetta allt saman."Ekki gott að vera lengi á toppnum Spurður hvort hann treysti sér til að leggja mat á það hvernig sitjandi forseti hafi staðið sig í embætti segir Ari það ekki sitt hlutverk. „Forseti sem hefur setið í sextán ár hefur gert margt jákvætt og honum hafa eflaust orðið á mistök. Það sama mundi henda hvert okkar hinna sem fengi þetta embætti. Ég tel að það sé ekki mitt sem frambjóðanda að setja fram palladóma um sitjandi forseta vegna þess að það er nákvæmlega núna í þessum kosningum sem þeir verða felldir, og það eru þá kjósendur sem gera það." En finnst Ara sextán ár of langur tími? „Fyrir sjálfan mig er hann allt of langur," segir Ari, sem líkir forsetastarfinu við fjallgöngu. Þegar komið sé á toppinn á háu fjalli, eins og hann hafi talsverða reynslu af, þá sé ekki gott að staldra þar lengi við. „Við munum einfaldlega taka eitt kjörtímabil í einu. En ég get líka lýst því yfir að mér finnst eðlilegt að fólk geti kosið forseta nokkuð títt," bætir Ari Trausti við, og bendir á að mörg önnur embætti ríkisins séu háð tímatakmörkunum. Það sama eigi að gilda um forsetann.Auðvitað þarf að breyta stjórnarskránni Ari segist aðspurður ekki þekkja tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni nógu vel til að tjá sig um þær að sinni. Yrði hann forseti segist hann ekki myndu taka afstöðu með eða á móti einstökum greinum nýrrar stjórnarskrár. Hins vegar þurfi að gera breytingar á stjórnarskránni. „Ég kann núgildandi stjórnarskrá nokkurn veginn utan að. Mér finnst hún oft og tíðum dálítið óljós og það eru þarna ákvæði sem búið er að hola undan með lagasetningu, til dæmis í sambandi við embættisveitingar til dæmis. Auðvitað þarf að breyta stjórnarskrá sem er sextíu ára gömul, en það þarf til þess alveg gríðarlega vinnu og þetta þarf að vera í opinni augsýn almennings og hann þarf að geta tekið þátt í vinnunni." Ari telur hins vegar að forsetinn eigi að hafa málskotsrétt eins og verið hefur. Hann er ósammála þeirri skoðun sem heyrst hefur að það sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum ef lögum þeirra er vísað til þjóðarinnar og þau felld. Ríkisstjórnir geti vel setið slíkt af sér. „Þannig að ég segi já, mér finnst eðlilegt að þessi málskotsréttur sé til þótt það megi vel vera að í framtíðarstjórnarskrám verði honum dreift eitthvað meira. Og já, það er rétt að beita honum. Ég hef kallað þetta lýðræðislegan hemil - bremsu - og mér finnst eðlilegt að slíkur hemill sé til staðar. En mér dettur ekki í hug að fara að útmála einhverjar senur, hvenær ég mundi beita þessu úrræði og hvenær ekki. Það væri óábyrgt."Öflugra samstarf Norðurlandanna Í stefnuskrá sinni telur Ari upp ýmis atriði sem hann mundi leggja áherslu á í embætti næði hann kjöri. Meðal þeirra eru samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélagsins, skilvirkt, fjölbreytt, einstaklingsmiðað menntakerfi, atvinnu- og menningarstarf ungs fólks, styrk samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs, sérþekking vísindanna og nýsköpun, jafnrétti og mannréttindi, viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins, blómleg landsbyggð, sjálfbær nýting náttúruauðlinda og er þá aðeins fátt talið. „Þetta eru allt saman verkefni sem hægt er að vinna að, meðal annars með því að beita sér fyrir umræðu, hvort sem er í þingsetningarræðu eða áramótaávarpi eða með því að efna til ráðstefna, eins og forsetaembættið getur gert." Og Ari sæi fyrir ögn breyttar áherslur yrði hann forseti lýðveldisins. „Ég reikna með að ég mundi beita mér töluvert mikið hérna innanlands, auðvitað erlendis líka, en ég hugsa að ég mundi breyta áherslunum og eyða meiri orku innanlands en verið hefur. Á utanlandsvettvangi mundi ég einbeita mér að öflugu samstarfi Norðurlanda, jafnræði milli þjóða, trúarbragða og lífsskoðana, auknum samskiptum við þróunarlönd - ég hef töluvert stóran snertiflöt við þau - sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða - ég hef góða þekkingu á þeim málefnum - og lýðræðislegum ákvörðunum um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Þetta getur maður listað upp fyrir fram en það er líklega betra að segja ekki mjög nákvæmlega fyrir um hvað maður ætlar að gera vegna þess að kannski er ekki hægt að standa við það allt þegar á hólminn er komið." Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson er sjöundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands. Hann er bæði jarðeðlisfræðingur og skáld og segir Stíg Helgasyni frá því að fjölþætt reynsla mundi gagnast honum á Bessastöðum. Enn bætist í hóp frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Sá nýjasti er jarðeðlisfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson sem á sumardaginn fyrsta tilkynnti opinberlega, eftir vandlega yfirlegu, að hann gæfi kost á sér. En af hverju? „Það var nú fyrst og fremst löngun til að gegna þessu embætti. Ég hef haft þennan samfélagsáhuga í áratugi - hef ekki skipt mér af stjórnmálum í 35 ár og hef ekki haft hug á því í sjálfu sér - en mér fannst hins vegar að ég gæti gert gagn í þessu embætti," svarar Ari. Hann hafi líka fengið klapp á bakið frá fjölda fólks og vitanlega þurft að leggjast yfir málið með fjölskyldunni, enda sé þetta stórt skref. „Niðurstaðan af þessu öllu saman varð sú að ég hef löngun, ég hef reynslu og þekkingu - við getum bara kallað það hæfileika, það er óþarfi að fela það - ég hef mjög mikla reynslu af útlöndum og tala fimm tungumál mjög vel, þannig að mér fannst vera rými fyrir mig við hliðina á því fólki sem er þegar komið fram." Sumum finnst Ari hins vegar heldur seinn á ferðinni inn í baráttuna. Því er hann ósammála. „Það getur enginn, hvorki stjórnmálafræðingur né almannatengill né frambjóðandi ráðið í þetta sérstaka landslag. Þetta er eina þjóðkjörna embætti landsins. Fólk hefur mjög ólíka mynd af forsetanum og misjafnar skoðanir á hlutverki hans og framgöngu og svo framvegis. Þannig að á meðan það er ráðrúm til að gera það sem þarf þá tel ég að tíminn skipti ekki öllu máli, heldur meira hvað þú stendur fyrir. Þess vegna tel ég víst að ég sé alls ekki of seinn."Vill afturhvarf til náttúrunnar Spurður hvert hann telji hlutverk forsetans eiga að vera segir Ari að það sé vitanlega margþætt. „Forsetinn hefur mjög stórt starfssvið. Það er fátt sem honum er óviðkomandi í raun. Hann er bæði hluti af löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu og hefur tengingu inn í hvort tveggja. Hann hefur tengingu inn í þjóðkirkjuna, á að vernda hana og styðja, og hann á í samskiptum við erlend ríki. Þannig að þetta eru mörg hlutverk. En ef maður ætlaði að reyna að draga þetta allt saman þá er ég sammála þeim sem hafa sagt að eina hugtakið sem nær utan um þetta starf sé: þjóðkjörinn trúnaðarmaður. Forsetinn verður að hefja sig upp yfir flokkspólitík. Hann er á kafi í almennri pólitík - því að allt eru jú stjórnmál, eins og einhver sagði. Hann laðar fram umræður og samræður, efnir til þeirra, spyr erfiðu spurninganna, kemur með hugmyndir að lausnum og ýtir undir þetta lýðræðislega sem þarf til þess að búa til málamiðlunarlausnir - ég kalla það ekki að sætta hópa því að þú sættir í rauninni ekki ólíka þjóðfélagshópa sem hafa verið til í landinu í áratugi eða aldir. Það þarf miklu meira til þess." Ari hefur sent frá sér tíu skáldverk og telur að það yrði embættinu til framdráttar. „Ég hef nefnt að það væri í sjálfu sér ágætt að hafa skáld í þessu hlutverki vegna þess að það þarf aðeins að vökva svolitlum anda inn í þetta efniskennda sem hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Maður finnur að það hafa opnast glufur í hjörtum manna sem eru að kalla á eitthvað upprunalegt, eitthvað sem er ekki eins handfast og fjármunir eða fasteignir - svolítið afturhvarf til náttúrunnar í jákvæðum skilningi. Mér hugnast þetta allt saman."Ekki gott að vera lengi á toppnum Spurður hvort hann treysti sér til að leggja mat á það hvernig sitjandi forseti hafi staðið sig í embætti segir Ari það ekki sitt hlutverk. „Forseti sem hefur setið í sextán ár hefur gert margt jákvætt og honum hafa eflaust orðið á mistök. Það sama mundi henda hvert okkar hinna sem fengi þetta embætti. Ég tel að það sé ekki mitt sem frambjóðanda að setja fram palladóma um sitjandi forseta vegna þess að það er nákvæmlega núna í þessum kosningum sem þeir verða felldir, og það eru þá kjósendur sem gera það." En finnst Ara sextán ár of langur tími? „Fyrir sjálfan mig er hann allt of langur," segir Ari, sem líkir forsetastarfinu við fjallgöngu. Þegar komið sé á toppinn á háu fjalli, eins og hann hafi talsverða reynslu af, þá sé ekki gott að staldra þar lengi við. „Við munum einfaldlega taka eitt kjörtímabil í einu. En ég get líka lýst því yfir að mér finnst eðlilegt að fólk geti kosið forseta nokkuð títt," bætir Ari Trausti við, og bendir á að mörg önnur embætti ríkisins séu háð tímatakmörkunum. Það sama eigi að gilda um forsetann.Auðvitað þarf að breyta stjórnarskránni Ari segist aðspurður ekki þekkja tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni nógu vel til að tjá sig um þær að sinni. Yrði hann forseti segist hann ekki myndu taka afstöðu með eða á móti einstökum greinum nýrrar stjórnarskrár. Hins vegar þurfi að gera breytingar á stjórnarskránni. „Ég kann núgildandi stjórnarskrá nokkurn veginn utan að. Mér finnst hún oft og tíðum dálítið óljós og það eru þarna ákvæði sem búið er að hola undan með lagasetningu, til dæmis í sambandi við embættisveitingar til dæmis. Auðvitað þarf að breyta stjórnarskrá sem er sextíu ára gömul, en það þarf til þess alveg gríðarlega vinnu og þetta þarf að vera í opinni augsýn almennings og hann þarf að geta tekið þátt í vinnunni." Ari telur hins vegar að forsetinn eigi að hafa málskotsrétt eins og verið hefur. Hann er ósammála þeirri skoðun sem heyrst hefur að það sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum ef lögum þeirra er vísað til þjóðarinnar og þau felld. Ríkisstjórnir geti vel setið slíkt af sér. „Þannig að ég segi já, mér finnst eðlilegt að þessi málskotsréttur sé til þótt það megi vel vera að í framtíðarstjórnarskrám verði honum dreift eitthvað meira. Og já, það er rétt að beita honum. Ég hef kallað þetta lýðræðislegan hemil - bremsu - og mér finnst eðlilegt að slíkur hemill sé til staðar. En mér dettur ekki í hug að fara að útmála einhverjar senur, hvenær ég mundi beita þessu úrræði og hvenær ekki. Það væri óábyrgt."Öflugra samstarf Norðurlandanna Í stefnuskrá sinni telur Ari upp ýmis atriði sem hann mundi leggja áherslu á í embætti næði hann kjöri. Meðal þeirra eru samræður milli þjóðfélagshópa um hag og framtíð samfélagsins, skilvirkt, fjölbreytt, einstaklingsmiðað menntakerfi, atvinnu- og menningarstarf ungs fólks, styrk samhjálp handa öllum til heilbrigðs lífs, sérþekking vísindanna og nýsköpun, jafnrétti og mannréttindi, viðnám gegn náttúruvá og áhrifum hlýnunar andrúmsloftsins, blómleg landsbyggð, sjálfbær nýting náttúruauðlinda og er þá aðeins fátt talið. „Þetta eru allt saman verkefni sem hægt er að vinna að, meðal annars með því að beita sér fyrir umræðu, hvort sem er í þingsetningarræðu eða áramótaávarpi eða með því að efna til ráðstefna, eins og forsetaembættið getur gert." Og Ari sæi fyrir ögn breyttar áherslur yrði hann forseti lýðveldisins. „Ég reikna með að ég mundi beita mér töluvert mikið hérna innanlands, auðvitað erlendis líka, en ég hugsa að ég mundi breyta áherslunum og eyða meiri orku innanlands en verið hefur. Á utanlandsvettvangi mundi ég einbeita mér að öflugu samstarfi Norðurlanda, jafnræði milli þjóða, trúarbragða og lífsskoðana, auknum samskiptum við þróunarlönd - ég hef töluvert stóran snertiflöt við þau - sérstöðu Íslands í málefnum heimskautasvæða - ég hef góða þekkingu á þeim málefnum - og lýðræðislegum ákvörðunum um helstu samskipti við aðrar þjóðir. Þetta getur maður listað upp fyrir fram en það er líklega betra að segja ekki mjög nákvæmlega fyrir um hvað maður ætlar að gera vegna þess að kannski er ekki hægt að standa við það allt þegar á hólminn er komið."
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira