Innlent

Margir tína rusl

Þessi duglega kona tíndi rusl í Reykjavík.
Þessi duglega kona tíndi rusl í Reykjavík. Mynd/egill
Margir Reykvíkingar hafa farið út með ruslapoka í dag og tínt upp rusl víðsvegar um borgina en það er Grænn apríl sem stendur fyrir átakinu og Reykjavíkurborg aðstoðar svo íbúa við að losa sig við ruslapokana.

Átakið hófst klukkan hálf eitt í dag og þegar fréttastofa fékk sér bíltúr um borgina um tvöleytið í dag mátti sjá marga tína upp rusla á göngustígum, gangstéttum og í görðum.

Á Facebook-síðu viðburðarins má sjá myndir af ruslapokum sem fólk hefur tínt. Þar segir meðal annars einn Reykvíkingur frá því að hann hafi fundið sígarettustubba, sælgætisbréf og einn sokk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×