Innlent

Jarðskjálftar í Hveragerði

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis
Mikil jarðskjálftavirkni var við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og í nótt og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftunum.

Flestir skjálftarnir voru litlir og aðeins um einn á stærð. Tveir voru mældust hins vegar um þrír. Skjálftarnir nú eru á sama stað og mikli skjálftavirkni var síðusta haust. Þá mældustu þúsundur skjálfta á nokkrum vikum eftir að Orkuveitan hóf að dæla affallsvatni frá Hellisheiðarvirkjun niður í spurngur á svæðinu.

Við það myndast þrýstingur sem kemur skjálftunum af stað. Vísindahópur sem þá var settur saman ráðlagið að dælingin yrði höfð sem jöfnust og hefur verið reynt að fara eftir því. Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir ekkert óvenjulegt hafa verið í gangi á svæðinu í gær og dælingin hafi gengið líkt og venjulega.

Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði segir íbúa hafa fundið fyrir skjálftunum í gær og í nótt.

„Það hefur verið mjög rólegt eftir hrinuna sem kom þarna í haust. Sú hrina var náttúrulega algjörlega óásættanleg en síðan þá þá virðist vera sem það hafi náðst betri tök á niðurdælingu á þessu svæði þannig að við höfum ekki orðið mikið vör við skjálfta og það hafa ekki verið margir skjálftar," segir Aldís.

Þá vonast hún til að skýrsla sem væntanleg er um áhrif niðurdælingarinnar við Hellisheiðarvirkjun feli í sér lausnir til að koma í veg fyrir að skjálftahrinurnar endurtaki sig.

„Orkuveitan skipað í haust, í kjölfar stóru hrinunnar sem þá kom, stýrihóp skipaðann sérfræðingum og með aðkomu okkar Hvergerðinga til þess að fara yfir þessi mál og niðurdælinguna og hvaða leiðir eru færar til þess að minnka þessa jarðskjálfta sem að hún virðist hafa í för með sér. Þessi hópur skilar af sér núna mjög fljótlega skilst mér og það verður fróðlegt að sjá hvaða tillögur þeir koma með og síðan er það auðvitað Orkuveitunnar að vinna með þá niðurstöðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×