Innlent

Skýrist á miðvikudaginn hver verður biskup

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atkvæði í seinni umferð biskupskosninganna verða talin á miðvikudaginn kemur, samkvæmt upplýsingum frá Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur hjá biskupsstofu. Hún segir að talið verði á Dómkirkjuloftinu og talningin muni hefjast klukkan tíu. Úrslitin ættu svo að vera ljós þá síðar um daginn.

Tveir eru eftir í kjörinu, þau Agnes M. Sigurðardóttir, prestur í Bolungarvík, og Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju. Agnes fékk 131 atkvæði, eða 27,5%, í fyrri umferð kosninganna en Sigurður Árni fékk 120 atkvæði, eða 25,2%.

Nýr biskup verður svo vígður í lok júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×