Innlent

Barroso segir makríldeiluna ótengda aðildarviðræðum

José Manuel Barroso
José Manuel Barroso
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að makríldeilan og aðildarviðræður Íslands að ESB séu tvö aðskilin mál og ekki eigi að blanda þeim saman. Þetta kom fram á fundi Barroso með formanni utanríkismálanefndar Alþingis í morgun.

Nokkrir fulltrúar í sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins vilja að hlé verði gert á aðildarviðræðum Íslands þangað til lausn liggur fyrir í makríldeilunni.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utnaríkismálanefndar Alþingis fundaði með Jose Manuel Barroso í morgun og spurði út í afstöðu hans til málsins. „Það kom mjög skýrt fram hjá Barroso að hann lítur svo áað makríldeildan og aðildarviðræðurnar séu tvö aðskilin mál og eigi ekki að blanda þeim saman," segir Árni Þór.

Hann segir eðlilegt miðað við þessi svör að aðildarviðræðum verði framhaldið. „Ég tel eðilegt að við höldum áfram viðræðum við ESB eins og alþingi ákvað að gera."

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra fagnar yfirlýsingu Barroso sem hann segir vera í samræmi við afstöðu Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×